Frá hjónunum að austan

Í dag birtist lítil en áhugaverð grein í Morgunblaðinu sem vert er að vekja athygli á.

 

 

Rökstudd gagnrýni kallar á rökstudd svör

Forsendur:

Ísland ábyrgist innstæðueiganda í íslenskum banka að hann fái innstæðu sína greidda að fullu allt að 20.887 evrum.

Þrotabú íslensks banka greiðir innstæðueiganda 20.887 evrur.

Spurning:

Ber Ísland ábyrgð á tjóni innstæðueigandans vegna innstæðu umfram 20.887 evrur?

Svar okkar:

Nei.

Sé þessi framsetning rétt hefur íslenska samninganefndin um Icesave-málið gengist undir ábyrgð, umfram skyldu, gagnvart breskum og hollenskum stjórnvöldum sem nemur gríðarlegum fjárhæðum. Um það hefur verið samið að íslenski tryggingasjóðurinn sitji uppi með kostnað, sem hann ber ekki ábyrgð á. Lögmennirnir Hörður Felix Harðarson hrl. og Ragnar H. Hall hrl sýndu fram á þetta með dæmum í grein sem birtist í Morgunblaðinu 22. júlí sl. og Ragnar skýrði málið enn frekar í grein í Morgunblaðinu 27. júlí. Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, hefur haldið því sama fram í Morgunblaðinu.

Þegar fram koma vel rökstuddar ábendingar um að íslensk stjórnvöld séu að auka fjárhagsbyrðar þjóðarinnar umfram nauðsyn þurfa stjórnvöld að skýra mál sitt. Þetta mál er svo alvarlegt að skýringarnar þurfa að vera efnislegar, rökstuddar og án útúrsnúninga. Svörin mega ekki felast í þeirri gamalkunnu aðferð að varpa rýrð á þá menn sem sett hafa fram ábendingarnar.

Höfundar eru hjón í Fjarðabyggð.

Helga Jónsdóttir Helgi H. Jónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Ragnar H. Hall hefur mikla reynslu af að vera skiptasjóri yfir þrotabúum á Íslandi. Því langar mig að varpa fram spurningum inn í þessa umræðu:

Er kostnaður við skipti bús, ekki fyrir framan allar aðrar forgangskröfur? Er það ekki þess vegna sem þeir sem krefjast skipta á búi þurfa að leggja fram fé, eða tryggingu, fyrir skiptakostnaði?

Fær ríkisábyrgðarsjóður launa aðeins greidda launakröfuna, eða fær hann greiddan innheimtukostnað líka?

Þegar lýstar kröfur í bú eru samþykktar, eru þá aðeins samþykktar höfuðstólskröfurnar, eða kröfur með áföllnum kostnaði, svo sem vöxtum, dráttarvöxtum og innheimtukostnaði?

Hefði íslenski innlánsryggingajóðurinn átt fyrir Icesave-skuldbindingunum og borgað þær út án aðkomu þess breska, hefði hann þá ekki borið kostnað af því til viðbótar við tryggingafjárhæðina?

Hefði hann getað slengt fram tryggingaupphæðinni einni og sagt svo: Gakktu í sjóðinn og sæktu þér hnefa?

Er því mótmælt að íslenski innlánstryggingasjóðurinn skuli eiga að borga kostnað við greiðslurnar til sparifjáreigendanna, eða er bara verið að mótmæla upphæðinni?

Hver er líklegur kostnaður á Íslandi við að gera upp við 370.000 kröfuhafa? Ég er ekki að tala um kostnaðinn við að innhemta eiginir uppí kröfurnar, heldur bara reiknaðan kostnað við að móttaka kröfur, reikna þær út og borga hverjum og einum.

Soffía Sigurðardóttir, 29.7.2009 kl. 11:21

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Sigurður.

Ég vil leggja orð í belg með þetta. Þessi grein þeirra hjóna er góð. Það er meira sem kemur til álita.

Icesave.

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor mun vera sá lögspekingur á Íslandi sem þekkir reglur og lög Evrópusambandssins/EES hvað best. Hann ásamt öðrum góðum lögmanni, Lárusi Blöndal hrl., hefur skrifað einar 5 greinar þar sem þeir rekja það hverjar skuldbindingar eru í lögum og reglum um bankastarfsemi á þessu svæði og bankarnir störfuðu eftir undir árvökulu auga ráðherra bankamála honum Björvini .

Þeir hafa lagt fram skír rök fyrir því að engin skuldbinding er á íslenska skattgreiðendur umfram það sem er til í innistæðutryggingasjóðnum. Það gildir jafnvel þó að í ljós kæmi að bankarnir hefðu vanrækt að greiða sinn hlut í sjóðinn.

Sömuleiðis komast þeir með lagarökum sínum að því að þó svo að hér hafi verið ákveðið að við greiddum úr sjóðum skattgreiðenda til að bæta íslenskum innistæðueigendum upp í topp innistæður sínar, gerir okkur ekki heldur skuldbundna við þá bresku eða hollensku.

Þessi rök þeirra hefur enginn hrakið með neinum lögskýringum. Það eina sem hefur heyrst gegn þeim eru upphrópanir slagorðasmiða.Þetta segir okkur að við getum róleg farið að ráðum Davíðs Oddssonar frá því í upphafi, að við, skattgreiðendur, eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna í útlöndum sem þeir stofnuðu til í gegn um einkafyrirtæki sín.

Þeir sem telja sig eiga kröfu á íslenska skattgreiðendur sækja auðvitað þá kröfu sína í gegn um dómstóla. Það er lögvarinn réttur þeirra eins og kemur fram í grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson dómari skrifaði á dögunum í Morgunblaðið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.7.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband