Tækifærinu til leiðréttingar á skuldum heimila og fyrirtækja endanlega glatað?

Fyrir kosningar kom Framsóknarflokkurinn fram með 20% fyrningarleiðina. Bankarnir höfðu fengið niðurfellingu af erlendum lánum og því kom upp tækifæri á að rétta skuldastöðu heimilanna og fyrirækja  að hluta. Hugmyndin var óvenjuleg, en aðstæður eru líka óvenjulegar. Tryggvi Herbertsson og Lilja Mósesdóttir tóku undir þessa frumlegu hugmynd, þó með sínum áherslum. Ráðamenn höfnuðu tillögunni hins vegar, og að því virtist af valdahroka einum saman. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra taldi aðgerðir ríkisstjórnarinnar duga varðandi skuldsett heimili og nefndi m.a. greiðsluaðlögun. Nú nokkrum mánuðum síðar kemur hann til baka og vill taka málið upp. Það er virðingarvert, að sjá að sér. Að öðru leiti ríkir þögnin. Hins vegar  fréttist af því að verið sé að selja bankana útlendingum. Sem þýðir hvað? Jú, tækifærinu til leiðréttinga er glatað. Ef bankarnir eru komnir í eignarhald útlendinga, þá er ekki spurning um hvað sé réttlæti gagnvart heimilunum og fyrirtækjunum. Þá er spurt, hvað gagnast eigendum bankanna. Ef bankarnir eru seldir útlendingum, verður engin leiðrétting. Leiðréttingin verður ekki tekin eingöngu úr ríkissjóði.


Bloggfærslur 5. september 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband