Drillo-hugsunin.

Drillo hefur lýst aðferð sinni best sjálfur. Hann leggur upp með að leikmenn sínir hafi ekki næga tækni, og ekki spilskilning og þess vegna leggur hann tiil að þegar markvörður sinn eða varnarmenn sparki boltanum af lífs og sálar kröftum eins langt fram á völlinn og mögulegt er. Til þess að eiga eitthvað í þessar löngu sendingar setur hann tvo hávaxna leikmenn í fremstu víglínu í þeirri von að þeir geti truflað varnarmenn mótherjanna. Þessi leikaðferð er ekki aðeins móðgun við knattspyrnuna heldur einnig við mannlega greind.

Skynsemisskortur Egils Drillo fellst þó einna helst í því að halda því fram að Eiður Smári Guðjohnsen þekki ekki nægjanlega til leikaðferðarinnar. Það þarf nú aðeins að sjá 10 mínútna leikkafla úr leik norska landsliðsins til þess að gera sér grein fyrir framhaldinu. Þessi leikaðferð hefur lengi verið lengi verið kennd við gamla enska boltann. Það kom því ekki á óvart að Drillo færi til Englands sem þjálfari, en var sendur aftur heim. Svo lélegan bolta vildu þeir ekki lengur. Betri lið í Englandi hafa fyrir löngu gefið þennan bolta upp á bátinn. Landsliðið er á réttri leið hjá þeim Ólafi Jóhannessyni og Pétri Péturssyni. Þeir eiga tvímælalaust að halda áfram.


mbl.is Drillo svarar Eiði fullum hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert er stóra málið? - Aðlögun.

Fyrir um tveimur mánuðum sendi góður vinur minn búsettur á Norðurlöndum, mér póst og spurði mig að útskýra fyrir sér hvert væri  stóra verkefni þessarar ríkisstjórnar og hvað er það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlast til af okkur?

Ég sendi honum svar, en minnti hann á að spurningin væri mjög stór og þess vegna þyrfti að einfalda svarið sem var eitthvað á þessa leið.

Mikilvægasta verkenfið er aðlögun. Um 2004 fer að verða koma upp alvarleg skekkja í íslensku efnahagslífi. Mikil þensla án framleiðniaukningar. Í stað þess að beita þá aðhaldi er haldið á allsherjarfyllerí. Slök efnahagstjórn þar sem stjórnvöld ýta undir þensluna. Hluti af dæminu var að gengi var rangt skráð, þannig að aðstæður urðu útflutningsgreinunum óeðlilega óhagstæðar, en innflutningsgreinar hagstæðar. Þá blómstruðu greinar tengdum fjárfestingum.  Á sama tíma hefur ríkiskerfið þanist út. Það er alltaf hægt að réttlæta meiri opinbera þjónustu. Nú eru aðstæður útflutningsgreinunum óeðlilega hagstæðar og aðstaða innflutningsgreina mjög erfiðar, auk þess að fyrirtæki tengdar fjárfestingagreinum s.s. byggingarfyrirtæki eru nánast í rúst.

Aðlögunin fellst í því að skera niður í ríkiskerfinu og skapa aðstæður fyrir atvinnulífið til þess að rétta sig við, í samræmi við væntanlegt jafnvægi. Vandamálið er að þar sem vinstri stjórn er við völd, að þeir eiga erfitt með að skera niður í opinbera kerfinu. Alþjóagjaldeyrissjóðurinn fer réttilega fram á að ríkissjóður sé rekinn réttu megin við strikið um þá kröfu verður erfitt að deila, hins vegar er afskipti þeirra af málum eins og Icesave, en einnig stýrivöxtum umdeildari.

Göran Persson fyrrverandi fjármálaráðherra Svía, ráðlagði okkur að ganga strax í verk. Í stað þess fórum við fyrst í kosningar, síðan í ESB umræður og loks í Icesave. Þar með höfum við tapað mörgum dýmætum mánuðum í baráttunni. Spurningin fellst í því hvort við munum einhenda okkur í aðlögunina eða hvort menn gefast upp? Það kemur í ljós á komandi mánuðum.  


mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband