27.10.2010 | 22:53
Kennarar í Kópavogir styrktir í sólarlandaferðir!!!
Það verður ekki annað sagt en að það séu fróðlegir bæjarstjórnarfundirnir í Kópavoginum. Sveitarstjórnir um allt land skera niður kostnað og velta fyrir sér hverri krónu. Flestir búast við að næsta ár verði mjög erfitt rekstrarlega og byrja því aðhald strax. Rannveig H Ásgeirsdóttir bæjarfulltrúi Kópavogslistans sagði okkur hins vegar að ,, það kæmi fljótlega að þeim tíma sem Kópavogsbær þyrfti að fara að spara" síðan sagði hún okkur að nokkrir kennarar hefðu fengið styrki í sólarlandaferðir, undir því yfirskini að einhverjir skólar yrðu skoðaðir. Fljótlega yrði að skoða slíka styrki með það í huga að ferðir gögnuðust skólakerfinu í Kópavogi.
Þetta eru alveg stórmerkilegar upplýsingar og yfirlýsingar. Sparnaðarferli er sem sagt ekki hafið eftir kosningar. Ef það eru til fjármunir í að styrkja kennara í sólarlandaferðir, hlýtur að vera til fjármunir til þess að styrkja þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu.
Það er full ástæða til þess að skoða þessi styrkjamál og upplýsa bæjarbúa um upphæðir og fjölda styrkja. Þeir sem bera ábyrgð skólanefnd og þessum styrkjum eru:
AÐALMENN
Rannveig Ágeirsdóttir
Jens Sigurðsson
Erla Karlsdóttir
Margrét Björnsdóttir
Áshildur Bragadóttir
VARAMENN
Álfheiður Ingimarsdóttir
Guðmundur Tómas Axelsson
Hjálmar Hjálmarsson
Hallgrímur Viðar Arnarson
Sigurður Sigurbjörnsson
![]() |
Íslendingur ráðinn skólastjóri norsks skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2010 | 06:55
Kópavogsbúar í bandi!
Í gærkvöldi hlustaði ég á hluta útsendingar frá bæjarstjórnarfundi í Kópavogi. Það jákvæða við útsendingu er að þá geta bæjarbúar fylgst með umræðum, málefnum og frammistöðu bæjarfulltrúa. Það neikvæða var að frammistaða bæjarfulltrúanna var algjörlega óásættanleg. Á þeim tímum sem skjaldborgina vantar um heimilin í landinu kemur Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar með sitt baraáttumál fram á þessu kjörtímabili. Lausaganga katta skal vera bönnuð í Kópavogi. Af jafnréttisástæðum skuli fresskettir vanaðir. Skuldug heimili í Kópavogi hljóta að vera Guðríði þakklát fyrir málefnaáherslurnar. Nýlega sást til ljóshærðar konu upp við Vatnsenda verandi að kynna sér kynlíf hjá villtum kanínum, sem sagt er að geti verið ansi fjörugt. Þóttust menn þar þekkja Guðríði bæjarfulltrúa. Væntanlega má því búast nýrri reglugerð frá Kópavogsbæ um takmarkandi kynlífshegðun hjá kanínum, innan bæjarmarkanna.
Annars er þessi dýraáhugi bæjarfulltrúa okkar Kópavogsbúa ekki nýtilkominn. Fyrir ári síðan var auglýstur fundur með þá nýviðteknum bæjarstjóra Gunnsteini Sigurðssyni skólastjóra um fjárhagsáætlun bæjarins. Gunnsteinn hafði komið sér upp mjög litríkri myndasýningu. Fljótlega kom í ljós að nýi bæjarstjórinn hafði ekki haft fyrir því að lesa innganginn að kaflanum um fjárhagsáætlun. Þegar á myndasýninguna leið varð fagmönnum löngu ljóst að Gunnsteinn hafði ekki græna glóru um hvað fjárhagsáætlun yfirleitt var, þrátt fyrir að hafa setið í bæjarstjórn í 12 ár. Lokakaflinn innihélt fallegar myndir um sólsetur við Kópavogshöfn, fallegar myndir af gróðri úr Guðmundarlundi og síðan myndir haf hestum upp við Vatnsenda. Lokamyndin sló hins vegar allt út. Hér var kominn tíkin mín hún Sara og með henni tveir aðdáendur af gagnstæðu kyni, sem eru tíðir gestir fyrir utan hús okkar, sérstaklega á fengitímanum.
Það er vissulega gott að bæjarfulltrúar okkar í Kópavogi hafi sér áhugamál. Það að fjalli um kynlíf dýra er auðvitað óvenjulegt og má ekki fara út í ástríðu þar sem allt annað víkur. Hafandi hlustað á bæjarstjórnarfundinn í gærkvöldi væri nær að koma upp sér félagi þar sem bæjarfulltrúarnir fái útrás fyrir þessi áhugamál og haldi þeim fyrir sig. Þá þurfum við að velja okkur nýja bæjarfulltrúa til að sinna þeim verkum eru brýnust fyrir bæjarbúa. .
![]() |
Fleiri starfsmenn en færri nemendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 27. október 2010
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10