Kennarar í Kópavogir styrktir í sólarlandaferðir!!!

Það verður ekki annað sagt en að það séu fróðlegir bæjarstjórnarfundirnir í Kópavoginum. Sveitarstjórnir um allt land skera niður kostnað og velta fyrir sér hverri krónu. Flestir búast við að næsta ár verði mjög erfitt rekstrarlega og byrja því aðhald strax. Rannveig H Ásgeirsdóttir bæjarfulltrúi Kópavogslistans sagði okkur hins vegar að ,, það kæmi fljótlega að þeim tíma sem Kópavogsbær þyrfti að fara að spara" síðan sagði hún okkur að nokkrir kennarar hefðu fengið styrki í sólarlandaferðir, undir því yfirskini að einhverjir skólar yrðu skoðaðir. Fljótlega yrði að skoða slíka styrki með það í huga að ferðir gögnuðust skólakerfinu í Kópavogi.

Þetta eru alveg stórmerkilegar upplýsingar og yfirlýsingar. Sparnaðarferli er sem sagt ekki hafið eftir kosningar. Ef það eru til fjármunir í að styrkja kennara í sólarlandaferðir, hlýtur að vera til fjármunir til þess að styrkja þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. 

Það er full ástæða til þess að skoða þessi styrkjamál og upplýsa bæjarbúa um upphæðir og fjölda styrkja. Þeir sem bera ábyrgð skólanefnd og þessum styrkjum eru: 

 AÐALMENN
Rannveig Ágeirsdóttir
Jens Sigurðsson
Erla Karlsdóttir
Margrét Björnsdóttir
Áshildur Bragadóttir

VARAMENN
Álfheiður Ingimarsdóttir
Guðmundur Tómas Axelsson
Hjálmar Hjálmarsson
Hallgrímur Viðar Arnarson
Sigurður Sigurbjörnsson

 


mbl.is Íslendingur ráðinn skólastjóri norsks skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Drífa Þórarinsdóttir

Sorglegt að heyra hvernig skólanefndin fjallar um námsferðir kennara til annarra landa. Er viss um að kennarar Kópavogs eru ekki í sólbaði í þessum ferðum heldur að afla sér þekkingar á nýju sviði. Ég spyr nú ef þeir halda að kennarar séu að sækjast í sólina í þessum ferðum hvers vegna í ósköpunum skólanefnd veitti styrki til þessara ferða, eða voru kannski fulltrúar skólanefndar með í för ??

Drífa Þórarinsdóttir, 27.10.2010 kl. 23:56

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gaman væri að heyra hvort að þessar ferðir séu frá fyrri árum og ákveðnar á örðum tímum eða hvort að verið er að tala um námsferðir á þessum vetri. Ég fór og fletti öllum fundagerður Skólanefndar frá því að þessi meirihluti tók við  og þar eru 3 talmeinafræðingar sem fá 35 þúsund krónur hver til að fara á ráðstefnu í Noregi. Annað hefur núverandi Skólanefnd ekki samþykkt varðandi styrki nema þá þetta frá 23 ágúst:

1008151 - Styrkveitingar skólanefndar 
 Lagt var fram til umræðu yfirlit yfir styrkveitingar skólanefndar 2007 -2010 og þær reglur sem liggja til grundvallar. Um er að ræða ferðastyrki og almenna styrki til einstakra verkefna. Eingöngu eru til reglur vegna ferðastyrkja. 
 Skólanefndarformaður ræddi að yfirfara þyrfti reglur og stefnu nefndarinnar varðandi styrki. Rannveig Ásgeirsdóttir og Margrét Björnsdóttir tóku að sér að móta tillögur

Þannig að þú ættir kannski að tala um fyrri skólanefndir þar sem þessi nefnd hefur úthlutað um 105 þúsundum í Námsferðir/ferðastyrki. Og það til Noregs

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.10.2010 kl. 01:07

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Drífa, nú veit ég ekki hvernig skólanefndin fjallar um styrki til kynnis og/eða skemmtiferða. Hef sjálfur verið í að úthluta slíkum styrkjum. Þegar við settum reglur þar sem viðkomandi átti að skila inn greinargerð að lokinni ferð, sem yrði opin til lestrar fækkaði styrkbeiðnum um 50%. Ég ræddi við nokkra fyrrum styrkþega og fékk skýr svör. Hjá hluta þeirra var styrkurinn launauppbót. Á niðurskurðartímum sem nú ættu að  ríkja, ætti að fara afar sparlega með slíka styrki.

Magnús ég hlustaði á formann skólanefndar, og ég veit ekki hvernig hitastig í Noregi var eða verður þegar þangað er komið. Það sem kom skýrt fram hjá Rannveigu að niðurskurðartími núverandi meirihluta er ekki ekki runninn upp. Sem fyrrum kviðstrákur Guðríðar Arnardóttur ættir þú að hjálpa henni með því veita henni aðhald en ekki að liggja fyrir fótum hennar eins og rakki. Kannski lítur Guðríður á þig sem fresskött og þá ertu í stórhættu gangandi um í Kópavoginum

Sigurður Þorsteinsson, 28.10.2010 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband