Bæjarfulltrúar í Kópavogi bæta sín kjör í kreppunni.

Það er hreinlega með ólíkindum hvað sveitarstjórnarmenn geta sýnt mikið dómgreinarleysi. Þrátt fyrir að  flestum Íslendingum sé löngu orðið ljóst að hagræða þurfi í öllum opinberum rekstri, upplýsir Rannveig H Ásgeirsdóttir að nú fari að líða að því að skoða hvort þurfi að hagræða eða skera niður. Rannveig er fulltrúi Kópavogslistans og er í núverandi meirihluta í Kópavogi. Ég spái því að það verði stutt í að Kópavogur verði settur í gjörgæslu, ef þetta eru vinnubrögðin. Ég spái slíkri stöðu innan árs.

Í stað þess að sýna ráðdeild ákveður Bæjarstjórn í Kópavogi að koma á sérstöku launuðu framkvæmdaráði, mannað bæjarstjórnarfulltrúum. Hingað til hafa sveitarstjórnir stærri sveitarfélaga haft bæjarstjórn, og síðan til þess að létta af henni bæjarráð. Í bæjarráði eru teknar ákvarðanir um minni háttar mál. Hvað á framkvæmdaráð þá að gera. Jú að fylgja eftir þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið. Hér er sem sagt verið að fara inn á svið sem stjórnsýslan hefur haft. Þetta þýðir þá væntanlega að hægt verður að segja upp fleira fólki á bæjarskrifstofunum.

Framkvæmdaráð á að vera skipað þeim Guðríði Arnardóttur Samfylkingu sem á víst að fá þetta embætti sem plástur fyrir það að hafa ekki fengið að verða bæjarstjóri. Ármann Ólafsson frá Sjálfstæðisflokki og Guðný Dóra Gestdóttir frá VG Nú er það svo að Guðný Dóra hefur starfað innan sveitarstjórnarsviðsins og reyndist að mínu mati afar vel. Hin tvö hafa einungis verið í pólitíkinni. Það er alveg ljóst að fjárhagslega er þetta góð búbót fyrir bæjarfulltrúana, en fyrir rekstur sveitarfélagsins er þetta arfavitlaus ráðstöfun og bruðl. Með þessari ráðstöfun er verið að koma upp tveimur bæjarstjórum. Það er verðugt verkefni fyrir stjórnsýslufræðinga að reyna að finna út raunverulegar ástæður fyrir það  eitt að hafa hugarflug að detta þetta í hug, hvað þá að framkvæma.

Fjölmiðlar þyrftu að taka málið upp og fá fram áætlaðan kostnað. Nú þegar hefur kostnaður vegna nefndarstarfa verið aukinn þar sem launuðum áheyrnarfulltrúum hefur fjölgað. Á sama tíma felldi meirihlutinn að Ómar Stefánsson frá Framsóknarflokki fengi að vera áheyrnarfulltrúi í þessu stórfurðulega Framkvæmdaráði. Það fylgdi sögunni að Ómar hafi boðist til þess að sitja þá fundi frítt. Ráðstafanir Guðríðar Arnardóttur mótast því fyrst og fremst af getuleysi og spillingu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ný taktík!!     Þetta er framlínan í liðinu, Framkvæmdaráð.

Helga Kristjánsdóttir, 28.10.2010 kl. 23:30

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nei, nei Helga mín, þetta lið skorar aldrei neitt. Þau eru mætt í grínbúninga, eins og börnin á öskudaginn og ætla að safna nammi í poka. Þau eiga eftir að skilgreina hlutverkið.

Sigurður Þorsteinsson, 29.10.2010 kl. 05:47

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ziggi, greining þín á Guðríði Arnardóttur er skarpleg.

Halldór Jónsson, 6.11.2010 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband