31.10.2010 | 20:03
Nú reynir á siðferðisstyrkinn!
Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri í Garði hefur beðist afsökunar á því að hafa sagt að Steingrímur Sigfússon hefði verið eins og kelling í framlagi sínu til fundar á Suðurnesjum. Oddný G. Harðardóttir sem sjálfsagt lítur á sig sem kerlingu, er heiftarlega móðguð að kerlingum sé líkt við Steingrím Sigfússon, sköllóttan og segjandi ekkert sem haldreipi var í. Það verður að viðurkennast að Oddný G. Harðardóttir setur niður við þessa móðurskýi. Í stað þess að taka undir skammir bæjarstjórans á dugleysinu í Steingrími vælir Oddný eins og kerling.
Nú reynir á siðferðisstyrk Oddnýjar. Mun hún biðja Suðurnesjamenn afsökunar á ræfilsdómi ríkisstjórnarflokkana hvað varðar atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Það er eins og hluti þingmeims hafi andúð á íbúum á svæðinu. Það reynir á manndóm Oddnýjar nú, en ekki kerlingardóm.
Í nútíma málfari er orðið kerling oft notað um duglitla eða duglausa einstaklinga.
![]() |
Ásmundur biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.10.2010 | 13:04
Sækir Kópavogur um aðild að Reykjavík?
Nú hefur komið í ljós að nýr meirihluti í Kópavogi er ekki byrjaður að huga að sparnaði í rekstri bæjarins. Fjárhagsáætlun fyrir 2010 var gerð með eins og fjárhagsáætlun bæjarins 2009, í samvinnu bæjarfulltrúa allra flokka, þó með þeirri undantekningu að Gunnari Birgissyni var haldið frá verkinu. Það vekur fyrst og fremst athygli fyrir það að Gunnar var sá eini í bæjarstjórninni sem hafði nokkra þekkingu á gerð fjárhagsáætlana. Það þarf ekki mikinn snilling á sviði fjárhagsáætlana til þess að sjá að það var gat í áætlanagerðinni. Það var fyllt með 1 milljarða áætluðum tekjum af sölu lóða, sem verður að teljast glannalegt innlegg nema að með fylgi aðgerðaráætlun um framkvæmd. Niðurstaðan er að lóðum hefur verið skilað inn fyrir um 700 milljónir umfram sölu, sem þýðir 1.700.000.000 króna fjárvöntun, fyrir utan aðrar frammúrkeyrslur. Bæjarstjórn Kópavogs kom hins vegar með sýndarsparnað með því að láta eldri borgara borga í sund, ena bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu, og síðan að stytta opnunartíma sundlauga. Þessi sparnaðartillaga átti að skila heilum 7,5 milljóna sparnaði, eitthvað sem öllum má vera ljóst að mun aldrei standast. Tillöguna knúði Guðríður Arnardóttir fram í anda jafnréttis og bræðralags.
Í getuleysi sínu við að stjórna bæjarfélaginu, er Kópavogi nú siglt í strand. Þá kemur samfylkingarleiðin sækja um inngöngu í stærra apparat til þess að komast undan ábyrgð. Þetta er kallað ESB leiðin. Það er bara tímaspursmál hvenær höggið kemur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 31. október 2010
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10