Lyga Mörður og Lyga Guðríður.

Fyrir síðustu kosningum kom Samfylkingin með sína kosningabombu, sem áttu að koma Guðríði Arnardóttur í bæjarstjórasætið. ,,Kópavogsbrúin" skyldi afkvæmið heita, eingetið en móðirin Guðríður. Kópavogsbær átti að kaupa upp ókláraðar íbúðir, og útvega til þess ,,ódýrt" fjármagn, fá til samstarfs ríkisvald og  samtök, félög ofl. Þessar eignir átti síðan m.a. að leigja út á félagslegum forsendum. 

Mér finnst áhugavert þegar fram koma nýjar og ferskar hugmyndir, ekki síst í mínu bæjarfélagi og því yfir málið með litlum hópi fagaðila, sem tengjast ekki bæjarmálunum í Kópavogi. Niðurstaðan var ,, ómerkilegur loddaraskapur" 

Nokkru síðar kemur Elfur Logadóttir, sem er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fram og þar segir hún meðal annars. 

,,Þegar Kópavogsbrúin var kynnt fyrir kosningastjórninni, sem átti að vera strategískur ákvörðunaraðili kosningabaráttunnar var ljóst að ákvörðun hafði þegar verið tekin um að þetta yrði aðal kosningamálið. Okkur voru sýndir útreikningar sem skiluðu verkefninu í tapi - en með loforði um að þetta yrði reiknað í hagnað. Atvinnuþáttur hugmyndarinnar var góðra gjalda verður en ég lýsti efasemdum um húsnæðisþáttinn og þörf þeirra sem gætu greitt fullt verð fyrir húsnæðið – og ég var skeptísk á útreikningana, ég sá þar skekkjur.
Svör oddvita og varaoddvita við efasemdum mínum voru nær orðrétt:
það þyrfti ekki endilega að standa við þetta kosningaloforð að loknum kosningum."

Nú er það ekki svo að Guðríður hafi ekki oft áður gerst sek um ósannindi og blekkingar, því miður virðist það frekar vera árátta. Það hefur verið vandi íslenskra stjórnmála að til valda í flokkunum hafa of oft komist siðlausir einstaklingar. Þetta á við um alla flokka. Rótina að siðleysinu má víst leita í uppeldi. 

Þeir sem sátu fund Gunnars Birgissonar um fjárhagsáætlun Kópavogs 2011 geta vitnað um að þar var ekki mikið um flatan niðurskurð eins og Guðríður fullyrðir, og það er fyrra að öll fita hafi þegar verið skorin af í starfsemi bæjarins.

Ungt barnafólk í Kópavogi ætti sérstaklega að kynna sér mismuninn á tillögum Gunnars og meirihlutans. Í stað þess að bera ábyrgð og skera í rekstri bæjarins og aðlaga hann breyttu ástandi stingur hún barnafjölskyldurnar með hnífnum. 

Guðríður segir m.a. að með tillögum Gunnars sé verið að gefa til kynna að bæjarstjórn og starfsfólk bæjarins sé óhæft til að taka slíkar ákvarðanir. Það er óþarfi að blanda starfsfólkinu inn í þetta, en það er ljóst eftir síðustu fjárhagsáætlun að þeir bæjarfulltrúar sem hana vann,  var algjörlega ófært að taka það verkefni að sér. Nýjir bæjarfulltrúar þurfa tíma til þess að setja sig inn í slík mál.  

 


mbl.is Hugmyndir Gunnars „óraunhæfar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímamótafundur í Kópavogi.

Gunnar Birgisson boðaði til fundar um fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir 2011 á laugardagsmorgun. Ekki minnist ég þess að minnihluti í bæjarstjórn hafi áður lagt fram fjárhagsáætlun, hvað þá einn aðili úr bæjarstjórn.

Það fór ekki á milli mála Gunnar hefur yfirburðarþekkingu innan bæjarstjórnar á gerð fjárhagsáætlana. Þetta kom best fram á síðasta ári, þegar meirihlutinn án Gunnars vann fjárhagsáætlun í samvinnu við Samfylkingu og VG með slíkum fúskvinnubrögðum að til skammar var. Á laugardaginn útskýrði Gunnar sína fjárhagsáætlun á afar skýran hátt og öllum mátti vera ljóst að baki var mikil og vönduð vinna. 

Mismunur á fjárhagsáætlunum Gunnars og núverandi meirihluta lá fyrst og fremst í því að Gunnar velur að skera niður í kerfinu og tók hann fjölmörg raunhæf dæmi. Meirihlutinn vill hlífa kerfinu en leggja sérstakar byrðar á ungt barnafólk í bænum. Á síðasta ári náði oddviti Samfylkingarinnar sérstöku baráttumáli sínum fram, þ.e. að láta eldri borgara i Kópavogi borga í sund, eitt bæjarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu. Þetta skilaði engum sparnaði fyrir bæinn, en um það er þagað. 

Samanburður  á fjárhagsáætlunum er þannig að allir bæjarfulltrúar ættu að styðja fjárhagsáætlun Gunnars. Foreldri með eitt barn í leikskóla til kl. 17.00 og eitt barn í grunnskóla til kl. 17.00 þarf að greiða um 100 þúsund á ári meira í gjöld, samkvæmt áætlunum meirihlutans, en samkvæmt áætlun Gunnars.

Bæjarfulltrúar í Kópavogi ættu að sameinast um fjárhagsáætlun Gunnars Birgissonar. 

 

 


mbl.is Gunnar kynnti fjárhagsáætlun sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband