Tímamótafundur í Kópavogi.

Gunnar Birgisson bođađi til fundar um fjárhagsáćtlun Kópavogs fyrir 2011 á laugardagsmorgun. Ekki minnist ég ţess ađ minnihluti í bćjarstjórn hafi áđur lagt fram fjárhagsáćtlun, hvađ ţá einn ađili úr bćjarstjórn.

Ţađ fór ekki á milli mála Gunnar hefur yfirburđarţekkingu innan bćjarstjórnar á gerđ fjárhagsáćtlana. Ţetta kom best fram á síđasta ári, ţegar meirihlutinn án Gunnars vann fjárhagsáćtlun í samvinnu viđ Samfylkingu og VG međ slíkum fúskvinnubrögđum ađ til skammar var. Á laugardaginn útskýrđi Gunnar sína fjárhagsáćtlun á afar skýran hátt og öllum mátti vera ljóst ađ baki var mikil og vönduđ vinna. 

Mismunur á fjárhagsáćtlunum Gunnars og núverandi meirihluta lá fyrst og fremst í ţví ađ Gunnar velur ađ skera niđur í kerfinu og tók hann fjölmörg raunhćf dćmi. Meirihlutinn vill hlífa kerfinu en leggja sérstakar byrđar á ungt barnafólk í bćnum. Á síđasta ári náđi oddviti Samfylkingarinnar sérstöku baráttumáli sínum fram, ţ.e. ađ láta eldri borgara i Kópavogi borga í sund, eitt bćjarfélaga á Höfuđborgarsvćđinu. Ţetta skilađi engum sparnađi fyrir bćinn, en um ţađ er ţagađ. 

Samanburđur  á fjárhagsáćtlunum er ţannig ađ allir bćjarfulltrúar ćttu ađ styđja fjárhagsáćtlun Gunnars. Foreldri međ eitt barn í leikskóla til kl. 17.00 og eitt barn í grunnskóla til kl. 17.00 ţarf ađ greiđa um 100 ţúsund á ári meira í gjöld, samkvćmt áćtlunum meirihlutans, en samkvćmt áćtlun Gunnars.

Bćjarfulltrúar í Kópavogi ćttu ađ sameinast um fjárhagsáćtlun Gunnars Birgissonar. 

 

 


mbl.is Gunnar kynnti fjárhagsáćtlun sína
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband