9.12.2010 | 21:41
Nú þurfa einhverjir að gera þjóðinni grein fyrir afstöðu sinni!
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon lögðu höfuðáherslu á að þjóðin samþykkti síðasta Icesavesamning. Nú geta þau auðveldlega sagt að þau vissu ekki betur. Kaupi það, enda hvorki reynsla þeirra, menntun eða kunnátta til annars en þeirrar niðurstöðu er þau tóku. Nú vita þau væntanlega betur. Verra er með sérfræðinga þeirra eins og Þórólf Matthíasson hann þarf að taka á beinið, auk sem þess sem ástæðulaust er að taka nokkuð mark á honum í framtíðinni. Við höfum enn tækifæri að fara að ráðum hans og skrifa upp á skuldabyrði upp á hundruð milljarða. Hver væri staða okkar nú ef við hefðum farið að ráðum Þórólfs Matthíassonar? Hvað hefði það þýtt í viðbótarniðurskurði og viðbótarsköttum?
Þá þarf að skoða frammistöðu fjölmiðlaloddara ríkisstjórnarinnar. Nú þurfa þeir að bera ábyrgð. Ég á ekki von á að aðilar eins og Egill Helgason sjái sóma sinn á að taka ámálinu, en það þurfa alvöru fjölmiðlar að gera. Við sjáum til hverjir hafa manndóm til.
![]() |
Þurfa að svara fyrir fyrri samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.12.2010 kl. 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.12.2010 | 16:48
Ísland - Kambodía í anda rauðu khmeranna
Áherslur þessarar ríkisstjórnar er ekki vinna fyrir fólkið, heldur vinna fyrir einhvers konar rauða hugmyndafræði sem enginn vill vita af né sjá. Hneppa átti þjóðina í ánauð með því að samþykkja afleitan Icesave samning sem hefði þýtt vel á 300 milljarða yfirteknar skuldbindingar. Skuldbindingar sem þjóðin hefði þurft mörg ár til að jafna sig á. Áróður ríkisstjórnarinnar dugði ekki til og málið kolféll í þjóðaratkvæðagreiðslu, eftir að forsetinn neitaði að skrifa undir lögin.
Fjölmiðlafulltrúar ríkisstjórnarinnar tala um norræna velferðarstjórn, og forsætisráðherrann um skjaldborg um heimilin í landinu. Á meðan skynjar almenningur að hugmyndafræðin er miklu rauðari. Nú er napur sannleikurinn að koma æ skýrar fram. Hámenntaðir læknar og aðir sem eytt hafa mörgum árum í sérnám eru nú gerðir útlægir. Til þess að skilja hugmyndafræðina getur verið gagnlegt að skoða hugmyndafræði rauðu khmeranna, þar sem menntun og þekking var glæpur.
Það er komið nóg af þessum rétti. Ekki meira takk. Ykkar tími er liðinn.
![]() |
Greiða Icesave með 3% vöxtum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 9. desember 2010
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10