Nú þurfa einhverjir að gera þjóðinni grein fyrir afstöðu sinni!

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon lögðu höfuðáherslu á að þjóðin samþykkti síðasta Icesavesamning. Nú geta þau auðveldlega sagt að þau vissu ekki betur. Kaupi það, enda hvorki reynsla þeirra, menntun eða kunnátta til annars en þeirrar niðurstöðu  er þau tóku. Nú vita þau væntanlega betur. Verra er með sérfræðinga þeirra eins og Þórólf Matthíasson hann þarf að taka á beinið, auk sem þess sem ástæðulaust er að taka nokkuð mark á honum í framtíðinni. Við höfum enn tækifæri að fara að ráðum hans og skrifa upp á skuldabyrði upp á hundruð milljarða. Hver væri staða okkar nú ef við hefðum farið að ráðum Þórólfs Matthíassonar? Hvað hefði það þýtt í viðbótarniðurskurði og viðbótarsköttum?

Þá þarf að skoða frammistöðu fjölmiðlaloddara ríkisstjórnarinnar. Nú þurfa þeir að bera ábyrgð. Ég á ekki von á að aðilar eins og Egill Helgason sjái sóma sinn á að taka ámálinu, en það þurfa alvöru fjölmiðlar að gera. Við sjáum til hverjir hafa manndóm til.


mbl.is „Þurfa að svara fyrir fyrri samning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Tíminn vann með okkur í samningaviðræðuunum og við uppskárum í takti við það, án þess að ég ætli að halda því fram að fyrri samninganefnd hafi verið fullkomin.

Alvöru fjölmiðlar þínir, eins og þú orðar það, eru auðvitað Davíðstíðindi Sigurður..ekki satt ?

hilmar jónsson, 9.12.2010 kl. 21:48

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Gæti ekki verið að ef við slægjum þennan samning út af borðinu og færum að samningaborðinu aftur eftir 1 ár, að við gætum sparað 100-200 miljarða í viðbót ?

hilmar jónsson, 9.12.2010 kl. 21:51

3 Smámynd: Björn Birgisson

Rétt hjá þér Sigurður, ábyrgðarmenn Svavars gönuhlaupsins þurfa nú að tjá sig og axla sína ábyrgð, rétt eins og allt það fólk sem setti okkur í þessa vondu stöðu í aðdraganda hrunsins. Þótt þjóðin sé mannfá, er hún stór í hugsun og hugsar nú stíft til fáeinna ráðherra og embættismanna. Getur ekki annað.

Björn Birgisson, 9.12.2010 kl. 21:58

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hilmar, og Björn nú ætla ég ekki að taka neina afstöðu til þess hvort við eigum að semja ef um lágar upphæðir er ræða. Það getur vel verið að einhverju sé til fórnað að ljúka þessu máli. Þetta er nú spurningin um mjög litlar upphæðir í samanburði við það sem Svavar Gestson samdi um. Svavar mun aldrei njóta virðingar meðal þjóðarinnar að nýju. 

Sigurður Þorsteinsson, 9.12.2010 kl. 22:20

5 identicon

Og hvenær ætlar þjóðin að axla ábyrgð sína á því að hafa kosið yfir sig græðgishugsjón Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna, sem seldu bankana til einkavina og höfðu svo ekkert eftirlit með þeim?

Hún gerir það best með því að borga þennan reikning. Enda fer hann ekkert þótt menn neiti að horfast í augu við eigin ábyrgð á klúðri aldarinnar.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 22:22

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ybbar gogg hefur ekki manndóm til þess að koma fram undir nafni, og er ekki skráður notandi. Set þessa fræslu á reikning Hrannars Arnarssonar. Innihaldslaust bull.

Sigurður Þorsteinsson, 9.12.2010 kl. 22:52

7 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, ekkert svona bull. Hvaða viðkvæmni er þetta? Ybbar gogg, hefur allan rétt á sínum skoðunum, nafnlaus sem hann (hún) er. Óþarfi að bakka strax í vörn! Að nefna nafn Hrannars Arnarssonar í þessu sambandi, er ekkert annað en fáránlegt!

Af hverju svarar þú ekki Goggnum málefnalega? Áttu kannski engin svör? Kom hann (hún) við einhvern viðkvæman  blett hins pólitíska rétttrúnaðar sem þú hefur tamið þér?

Taktu þér tak maður!

Björn Birgisson, 9.12.2010 kl. 23:13

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Biðst afsökunar, fábjánar sem hafa ekki manndóm til þess að koma fram undir nafni, mega líka hafa skoðanir.

Sigurður Þorsteinsson, 9.12.2010 kl. 23:25

9 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Fábjánar á þingi hafa það víst líka.... t.d. bæði Nágrímur NEI-(at)kvæði og Gugna gamla Grána sem sendu skóvein sinn Svafar yfir hafið til að gefa 200 milljarða og dóttur hanns svo á eftir til að gefa 35% af öllum losunarkvótum okkar.... svo að hægt verði seinna meir að skattpína almenning svo rækilega að hann fari úr landi... svo hægt sé að skrá minnkandi atvinnuleysi!

Óskar Guðmundsson, 10.12.2010 kl. 00:14

10 Smámynd: Björn Birgisson

#8, þá er ljóst að fábjánar, sem koma fram undir nafni, mega líka hafa skoðanir og dæma aðra í sinn eigin dilk! Nú, þremur mánuðum eftir hefðbundinn dilkadrátt.

Einhvers staðar verða fábjánar þessa lands að vera!

Þessi síða er ekki verri dvalarstaður fyrir þá en hver annar staður.

Sækjast sér um líkir? Á það við hér?  

Björn Birgisson, 10.12.2010 kl. 00:37

11 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Vildi fá að leggja nokkur orð í belg.

  • Íslenska samninganefndin hefur áréttað að okkur bæri engin skylda til að borga.  Þetta vandamál yrði hinsvegar að leysa,
  • Núverandi samningsdrög eru við fyrstu sýn, betri en fyrri samningar,
  • Við þurfum að fara ítarlega í gegnum málið og greina það, sú vinna er í gangi,
  • Eins og ég skil það, er nú fyrir dómi, mál um forgangskröfur í bú Landsbankans. Sá dómur kann að hafa mikil áhrif á stöðu málsins,
  • Þeir sem spáðu " heimsendi " ef ekki væri strax gengið frá þessu máli, voru ekki sannspáir.

Ég held því að við verðum og eigum að anda með nefinu. Hver ber ábyrgð ?  Höfum við mögulega bætt við einni þjóðaríþrótt, " við ætlum að vera bestir í ábyrgðarleysi "

Jón Atli Kristjánsson, 10.12.2010 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband