Ónytjungur á þingi

 

Eitt af því alvarlegasta sem einkenndi aðdraganda að hruninu, er ófagleg vinnubrögð og hjarðhugsun. Fyrir það fá margir á baukinn. Ólafur Ragnar dansaði með og lét að sönnu full mikið til sín taka í hrunadansinum. Fyrir það gagnrýndi ég hann m.a. hér á blogginu. Síðan þá hefur hann tekið sig tak og staðið sig oft með prýði.

Það verður ekki sagt um  Björn Val Gíslason sem er verri en enginn á þingi. Hann var einn af þeim sem vildi samþykkja Icesavesamninn óséðan, og lét vera að gagnrýna fáránlega framgöngu kommúnista í Icesavesamningunum og afar slaka verkstjórn flokksformanns síns í málinu.

Það þarf að skipa nýja nefnd til þess að fjalla um þau afglöp sem þessi ríkisstjórn hefur staðið fyrir í stað þess að hefja uppbyggingu. Þá verður hjarðpési eins og Björn Valur sendur norður aftur í hagana og vonandi sett á hann farbann á suðurslóðir.


mbl.is Hvatti forsetann til að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagsglæpur

Það var öllum sem þekkja til efnahagsmála mátt vera ljóst að hækkun lána Íbúðalánasjóðs úr 80% í 90%  var ein mestu efnahagsmistök sem gerð hafa verið á undanförnum árum. Bæði var þensla, en síðan leiddi þessi 10% hækkun til þess að Íbúðalánasjóður fór í aukna samkeppni við bankana. Þessi hækkun fjármögnunar þýddi aukna þenslu sem skaðaði alla. Hlutverk Íbúðalánasjóðs var og er mikilvægt, en þessi hækkun á lánum sjóðsins var afspyrnuslagt kosningaloforð Framsóknarflokksins. Framlag Halls Magnússonar í málinu er dæmigert framlag spunameistara sem skilur ekki sinn vitjunartíma. Í þenslu eykur maður ekki lánamöguleika til fjárfestinga, ekki nema til þess að fremja skemmdarverk í efnahagslífinu.
mbl.is Rangfærslur í skýrslunni varðandi húsnæðislánamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband