Ónytjungur á þingi

 

Eitt af því alvarlegasta sem einkenndi aðdraganda að hruninu, er ófagleg vinnubrögð og hjarðhugsun. Fyrir það fá margir á baukinn. Ólafur Ragnar dansaði með og lét að sönnu full mikið til sín taka í hrunadansinum. Fyrir það gagnrýndi ég hann m.a. hér á blogginu. Síðan þá hefur hann tekið sig tak og staðið sig oft með prýði.

Það verður ekki sagt um  Björn Val Gíslason sem er verri en enginn á þingi. Hann var einn af þeim sem vildi samþykkja Icesavesamninn óséðan, og lét vera að gagnrýna fáránlega framgöngu kommúnista í Icesavesamningunum og afar slaka verkstjórn flokksformanns síns í málinu.

Það þarf að skipa nýja nefnd til þess að fjalla um þau afglöp sem þessi ríkisstjórn hefur staðið fyrir í stað þess að hefja uppbyggingu. Þá verður hjarðpési eins og Björn Valur sendur norður aftur í hagana og vonandi sett á hann farbann á suðurslóðir.


mbl.is Hvatti forsetann til að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Björn Valur hefur talað tæpitungulaust á þinginu og sagt sínar skoðanir á kjarnyrtri íslensku... en það eru bara ekki allir sem hafa þolað mann sem þorir að standa uppi í hárinu á t.d. elítu Sjálfstæðisflokksins... og Ólafur Ragnar er nú besti orðinn besti vinur þeirrar elítu...

Við þurfum akkúrat fleiri menn eins og Björn Val á þing.

Brattur, 13.4.2010 kl. 23:03

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það skiptir hins vegar litlu máli hvort þingmenn eru kjaftforir eins og Björn Valur, eða afar dannaðir, þegar innihaldið er innihaldslaust og þýðingarlaust bull.

Sigurður Þorsteinsson, 13.4.2010 kl. 23:09

3 Smámynd: Brattur

Hann las nú nánast beint upp úr skýrslu Rannsóknarnefndarinnar... og vissulega má segja að útreiðin sem Ólafur Ragnar fær í skýrslunni geti flokkast undir að vera "kjaftfor"

Brattur, 13.4.2010 kl. 23:21

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég átti nú ekki von á öðru en að Björn Valur væri læs. Það er hins vegar sama hvort hann les hrunskýrsluna,  kóraninn, kommúnistaávarpið eða Icesavesamninginn, það sem skiptir mestu máli hvaða ályktanir hann dregur. Þá kemur til vinnsla sem reynir á líffæri milli eyrnanna á honum. Hann hefur fallið á því prófi.

Sigurður Þorsteinsson, 13.4.2010 kl. 23:30

5 Smámynd: Brattur

Þú ert svo málefnalegur Sigurður... ég er snortinn... Rannsóknarskýrslan og nefndin sem hana skrifaði dregur sjálf sínar ályktanir um þátt forsetans í hruninu... kannski finnst þér heldur ekkert á milli eyrnanna á því fólki og það þá væntanlega fallið á prófinu líka ???

Brattur, 13.4.2010 kl. 23:39

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Væri ekki nær fyrir hann að krefjast afsagnar raunverulegra afbrotamanna eins og Björgvins Gíslasonar, nú eða annars útrásarmærings, sem tók sjálfur þátt í sukkinu á meðan hann sat á þingi. Össur Skarphéðinsson. Ekki nóg með það, skýrslan leiðir í ljós að hann er sekur um hafa nýtt sér innherjaupplýsingar þegar hann seldi bréf sín í sparisjóðnum. Fyrir um tveim mánuðum laug hann um þau mál, eins og í ljós hefur komið. Samt situr hann sem ráðherra!?

Hvað finnst bratti um það? Hann er glæpamaður. Á hann að sleppa eins og ráðuneytisstjórinn forðum. Sá þurfti þó allavega að taka pokann sinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2010 kl. 23:45

7 Smámynd: DanTh

Það að vera með munninn fyrir neðan nefið er enginn mælikvarði á ágæti manna, allavega sést það oft á afstöðu og hroka Björns Vals til samfélagsins.  Hann telur sig hafa valdið, við skríllinn eigum bara að halda kjafti og láta valdníðslu ráðamanna yfir okkur ganga ef svo ber við.  Þessi framkoma hans minnir mig um margt á áratuga valdatíð fjórflokkana og þess hugarfars sem þar ríkti í garð þjóðarinnar.  Ég hélt við værum búin að fá nóg af slíku.

Það á öllum að vera ljóst að Björn Valur hefur hatast út í Ólaf Ragnar frá því að hann neitaði Samfylkingunni og VG því að kafsigla þjóðina í skuldasúpu IceSave klúðursins.  Þar fór síðasta tækifæri VG liða til þess að kenna Sjálfstæðismönnum um áframhaldandi ógæfu þjóðarinnar vegna dekurs hennar á þeim flokki.

Er Ólafur Ragnar var kosinn í annað sinn til forseta, þá átti nú að henda mér út af  kjörstaðnum því ég ætlaði að skila auðu með því að ganga beint að kjörkassanum með kjörseðilinn, þ.e. án þess að fara fyrst inn í kjörklefann.  Þannig var og hefur alla tíð verið hugur minn til Ólafs Ragnar Grímssonar. 

Þegar Ólafur Ragnar, fyrstur ráðamanna þjóðarinnar, reis upp þjóðinni til varnar í IceSave, þá hef ég tekið honum fagnandi.  Það breytir engu hvort mönnum finnst hann tækifærissinni; Ólafur REIS UPP ÞJÓÐINNI TIL VARNAR á meðan núverandi ráðamenn buðu Bretum og Hollendingum óæðri endann er þeir hugðust færa þjóðina fram fyrir þessar þjóðir sem skuldafórn vegna IceSave. 

Björn Valur er með hugarfar pakksins sem við viljum losna við af Alþingi.  Þessi mannfjandi er pestargemlingur, það á ekkert að vera að draga úr því. 

DanTh, 13.4.2010 kl. 23:56

8 Smámynd: Brattur

Jón Steinar... mér finnst að ALLIR Alþingismenn sem tengjast bankahruninu og spillingunni með beinum hætti eigi að segja af sér... hvort sem þeir heita Þorgerður Katrín eða Björgvin G. Sigurðsson... en í mínum huga ber Ólafur Ragnar mikla siðferðislega ábyrgð... og ætti að taka pokann sinn...

Dan Th. það er gott að þú ert ekki pakk og dæmir fólk með eitruðum orðum sem gera það eitt að fljúga til baka og hitta sjálfan þig fyrir að lokum.

Brattur, 14.4.2010 kl. 00:08

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það að Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir lögin um Icesave hefur kallað á mikið hatur ráðherra og þingmanna. Margir þeir sömu fannst alveg sjálfsagt að Ólafur beitti þessari aðferð vegna fjölmiðlafrumvarpsins. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að  ráðherrar hafi gerst sekir um mistök eða sýnt af sér vanrækslu í starfi. Björgvin Sigurðsson er einn þeirra. Björgvin ætlar af þessu tilefni að sleppa því að fá sér vöfflur í kaffinu á Alþingi, næstkomandi föstudag. Jóhanna Sigurðardóttir sem var þátttakandi í afar flóknu valdakerfi í Samfylkingunni og var í sérstakri ráðherranefnd vissi ekkert. Eftir hrun er framkvæmdin  á Icesavesamningunum sannarlega dæmi um gróf mistök ráðherra. Þegar Björn gagnrýnir samstarfsflokkinn og sína eigin ráðherra er mögulegt að fara að taka mark á honum. 

Sigurður Þorsteinsson, 14.4.2010 kl. 05:30

10 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Sigurður. Þú hefur rangt fyrir þér um ÓRG. Svo notuð séu þín orð þá er hann í dæmigerði "hjarðpési", sem kemur best fram  í því hvernig hann sleikti rassgatið á "auðpésunum", meðan hann hélt sér hag í því, og svo nú almenningi, vegna þess að hann sér réttilega að með því getur hann blekkt landslýð (þú meðtalinn) og aflað sér vafasamra vinsælda.

Tómas H Sveinsson, 14.4.2010 kl. 09:01

11 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Vissulega hefur forsetinn Ólafur ekki alltaf gjört rétt, og lét sannarlega ginnast sem fleiri af þessum álfum og bjálfum sem hér þóttust ætla að kenna okkur og öllum heiminum hvernig ætti að reka banka sem og önnur fyrirtæki.

En Ólafur hefur þó sýnt lit á að iðrast og bæta fyrir sín afglöp umfram margan annan. Hann lagði sig undir við að verja þjóðina því oki og öðrum býsnum sem Björn Valur og undirmálsarmur VG vildi láta hana undirgangast umræðulaust á vormánuðum sl. ár. Þvílík heimska og undirlægjuháttur sem þeir kumpánar Steingrímur, Björn og fylgifiskar þeirra ásamt Samfylkingarræflunum öllum stóðu fyrir þá, er nánast engu skárri en afglöp fyrri stjórnvalda hvað varðar aðdraganda hrunsins.

Þeir standa ærulausir eftir, og ættu að segja af sér, þótt fyrr hefði verið. Þeim svíður auðvitað að ná ekki sínu fram og standa nú frammi fyrir þjóð sinni með allt niður um sig , leita því færis að koma höggi á þann sem stoppaði vitleysuna af. Nefnilega forsetann!

Kristján H Theódórsson, 14.4.2010 kl. 10:23

12 Smámynd: Mofi

Af hverju ætti forsetinn ekki að hjálpa íslendingum sem eru að stunda viðskipti í útlöndum?  Í mörgum tilfellum þá er eina leiðin til að komast inn á erlenda markaði er með því að hafa stuðning stjórnvalda. Það er auðvitað áfall fyrir alla heiðarlega einstaklinga sem koma að málinu þegar maðkur reynist í mysunni en hvorki Ólafur né íslenska þjóðin sá það.

Mofi, 14.4.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband