Samfylkingin bregst við rannsóknarskýrslunni

Forráðamenn Samfylkingarinnar hafa brugðist fljótt og vel við rannskóknarskýrslunni.

Jóhanna sat í ráðherranefnd með Ingibjörgu fyrir ráðherra sem máttu eitthvað vita í síðustu ríkisstjórn. Samt vissi Jóhanna ekkert. Það hvarlar ekki að henni að biðja þjóðina afsökunar fyrir hönd Samfylkingarinnar, og því síður að segja af sér. 

Össur Skarphéðinsson var svili Ingibjargar, en litlir kærleikar voru á milli þeirra, þannig að Össur fékk ekki að vita neitt. Össur segir enda að hann hafi ekkert vit á bankamálum. Eina sem hann hafi komið nálægt bankamálum er það þegar hann seldi bréf sín í SPRON og hagnaðist um smáaura. Þannig að ekki þarf Össur að biðjast afsökunar eða segja af sér. 

 Björgvin Sigurðsson sagð af sér 5 mínútum áður en síðasta ríkisstjórn fór hjá. Í ljós kom að hann var í upplýsingabanni frá Ingibjörgu og vissi því ekki neitt allan tímann meðan hann var ráðherra. Allur hans timi sem hann var í ráðuneytinu, voru settir upp ráðherraleikir, þar sem starfsfólk var að fara með upplýsingar sem ekki áttu sér stað í raunveruleikanum. Nú hefur Björgvin sagt af sér sem þingflokksformaður Samfylkingarinnar sem enginn vissi að hann væri og svo hafur Björgvinn afsalað sér föstudagsvöfflum sem þingmönnum er boðið upp á með kaffinu. Jóhanna hefur hrósað Björgvini fyrir þessar sórmannlegu aðgerðir, en sagt að það væri nú í lagi að Björgvin borðaði bara eina vöflu í stað þriggja. 

Samfylkingin er kallaður hlaupaflokkurinn á Alþingi, þar sem þingmenn og ráðherrar eru fljótir að taka til fótanna þegar einhverskonar ábyrgð kemur til tals. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband