14.4.2010 | 20:49
Einkavæðing bankanna - aftur!
Í ljósi sögunnar er ljóst að einkavæðing bankanna var mjög gagnrýnisverð. Krafan um svokallaða kjölfestufjárfesta, áhugavert væri að fá að vita nú hverjir studdu þá kröfu. Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðinganefnd og væri full ástæða til þess að fá hans sjónarmið betur á borðið. Til þess að nýta frelsi í viðskiptum þarf regluverk og aðhald. Þeir sem kynna sér gagnrýni á bankana t.d. í Evrópu, sjá að þar er einnig verið að gagnrýna þetta aðhald. Hérlendis uxu bankarnir hins vegar svo hratt, að hér var fallið meira.
Í ljósi þessarar reynslu okkar af einkavæðingu bankanna, er það hreint með ólíkindum að Steingrímur Sigfússon skyldi láta það verða eitt af sínum forgangsverkefnum að einkavæða bankana aftur. Það sem verra er að hann selur bankanna til vogunarsjóða sem við þekkjum engin deili á. Þessi sala gefur þessum aðilum skotleyfi á íslenskan almenning. Í stað þess að skila fengnum afskriftum bankanna til almennings og fyrirtækja er það hagur nýju bankanna að ganga eins langt og mögulegt er.
Tugmilljarða hagnaður bankanna á árinu 2009, segir sína sögu.
Eins og Steingrímur myndi sjálfsagt orða það. ,, Þessi einkavæðing bankanna, er í boði VG".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2010 | 10:57
Samfylkingin bregst við rannsóknarskýrslunni
Forráðamenn Samfylkingarinnar hafa brugðist fljótt og vel við rannskóknarskýrslunni.
Jóhanna sat í ráðherranefnd með Ingibjörgu fyrir ráðherra sem máttu eitthvað vita í síðustu ríkisstjórn. Samt vissi Jóhanna ekkert. Það hvarlar ekki að henni að biðja þjóðina afsökunar fyrir hönd Samfylkingarinnar, og því síður að segja af sér.
Össur Skarphéðinsson var svili Ingibjargar, en litlir kærleikar voru á milli þeirra, þannig að Össur fékk ekki að vita neitt. Össur segir enda að hann hafi ekkert vit á bankamálum. Eina sem hann hafi komið nálægt bankamálum er það þegar hann seldi bréf sín í SPRON og hagnaðist um smáaura. Þannig að ekki þarf Össur að biðjast afsökunar eða segja af sér.
Björgvin Sigurðsson sagð af sér 5 mínútum áður en síðasta ríkisstjórn fór hjá. Í ljós kom að hann var í upplýsingabanni frá Ingibjörgu og vissi því ekki neitt allan tímann meðan hann var ráðherra. Allur hans timi sem hann var í ráðuneytinu, voru settir upp ráðherraleikir, þar sem starfsfólk var að fara með upplýsingar sem ekki áttu sér stað í raunveruleikanum. Nú hefur Björgvin sagt af sér sem þingflokksformaður Samfylkingarinnar sem enginn vissi að hann væri og svo hafur Björgvinn afsalað sér föstudagsvöfflum sem þingmönnum er boðið upp á með kaffinu. Jóhanna hefur hrósað Björgvini fyrir þessar sórmannlegu aðgerðir, en sagt að það væri nú í lagi að Björgvin borðaði bara eina vöflu í stað þriggja.
Samfylkingin er kallaður hlaupaflokkurinn á Alþingi, þar sem þingmenn og ráðherrar eru fljótir að taka til fótanna þegar einhverskonar ábyrgð kemur til tals.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 14. apríl 2010
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10