Brúðkaupsgjöfin.

Fulltrúar AGS segja okkur að kreppunni sé lokið. Boðaður niðurskurður í haust, mun þá væntanlega bæta ástandið. Fyrir flesta þýðir að kreppunni sé lokið, þegar efnahagslífið fer að lifna við aftur. Þegar botninum er náð. Fulltrúar ASG vildu gleðja Jóhönnu Sigurðardóttur á brúðkaupsdaginn. Landsmönnum  er hins vegar ekki skemmt. Þeir vita betur. Þegar líða fer á haustið verður samþykkt að draga aðildarumsókn okkar til baka, þá verður ekkert eftir af Samfylkingunni.
mbl.is Kreppunni lokið segir AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokksstjórnarfundur eða gæsapartí

Það vakti mikla athygli að flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar sem haldinn var á laugardaginn var lokaður fyrir fjölmiða. Flokkurinn sem leggur svo mikla áherslu að allt sé opið og heiðarlegt. Að vísu fréttist af miklum látum á fundinum, en skýringin kom á sunnudaginn. Jóhanna Sigurðardóttir gekk í hjónaband. Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar var dulbúið gæsapartí. Lætin í fundarmönnum stöfuðu af því að flokksmenn voru að gæsast í hvor öðrum, eða hvor annarri.

Það er full ástæða að óska Jóhönnu og eiginkonu hennar innilega til hamingju með giftinguna. Ánægjulegt að umburðarlyndi í þjóðfélaginu er þannig að ekki heyrist múkk þó að maki forsætisráðherra velji sér maka af sama kyni. 

Ánægja manna vegna framgöngu Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni er hins vegar að nálgast frostmark. VG gaf Samfylkingunni gula spjaldið á laugardaginn og allir búast við því rauða í haust. 


Bloggfærslur 28. júní 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband