Flokksstjórnarfundur eða gæsapartí

Það vakti mikla athygli að flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar sem haldinn var á laugardaginn var lokaður fyrir fjölmiða. Flokkurinn sem leggur svo mikla áherslu að allt sé opið og heiðarlegt. Að vísu fréttist af miklum látum á fundinum, en skýringin kom á sunnudaginn. Jóhanna Sigurðardóttir gekk í hjónaband. Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar var dulbúið gæsapartí. Lætin í fundarmönnum stöfuðu af því að flokksmenn voru að gæsast í hvor öðrum, eða hvor annarri.

Það er full ástæða að óska Jóhönnu og eiginkonu hennar innilega til hamingju með giftinguna. Ánægjulegt að umburðarlyndi í þjóðfélaginu er þannig að ekki heyrist múkk þó að maki forsætisráðherra velji sér maka af sama kyni. 

Ánægja manna vegna framgöngu Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni er hins vegar að nálgast frostmark. VG gaf Samfylkingunni gula spjaldið á laugardaginn og allir búast við því rauða í haust. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Úps að aðeins 62% ánægðir með Formann Sjálfstæðisflokksins. Vitum að það er óánægja með forystu Vg og framsóknar. Held að þetta séu nú ekki rök takk fyrir. Finnst samt þessi athugasemd um Jóhönnu ekki hæfa hugsandi manni. Með afbrgðum óviðeigandi.

Bendi þér síðan á að kosið var um hvort að fundurinn yrði opnaður og það var samþykkt þannig að hann var ekki lokaður neinum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.6.2010 kl. 13:41

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og kannski rétt að benda á að það var engin athöfn hjá Jóhönnu og konu hennar heldur var aðeins formlega breytt staðfestri sambúið yfir í hjónaband.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.6.2010 kl. 13:43

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Maggi minn, nú veistu að vandamálið innan Samfylkingarinnar er að það vantar kandídata í formanninn. Jóhanna er orðin mjög þreytt og almennur stuðningur við hana er kominn úr 65% niður í kjallara. Dagur er kominn á trúðanámskeið til þess að ná upp einhverjum vinsældum og útspil Árna Páls virðast öll snúast í höndunum á honum. Mér skilst að nú sé verið að leita út fyrir flokkinn eftir formanni.

Í Sjálfstæðisflokki, Framsókn og VG eru að sjálfsögðu að einhverju leiti skiptar skoðanir með formennina, fleiri vilja komast í formannsstólana en eftirspurn er eftir.

Maggi þú virðist vera eitthvað viðkvæmur fyrir hjónabandi Jóhönnu og Jónínu. Það er meginþorri almennings alls ekki. Það skiptir okkur ekki nokkru skaparans máli hver er giftur hverjum, eða hver sefur hjá hverjum. Ég vona bara að Jóhanna sé hamingjusöm. Jónína gefur af sér mikinn þokka.

Lokun flokksstjórnarfundarins var hins vegar mjög kauðslegt af forystumönnum Samfylkingarinnar. Um það hefur verið fjallað í fjölmiðlum. Hafi þetta hins vegar verið gæsapartí, getur almennur kjósandi ekki gert neinar kröfur hvað sé opið eða lokað.

Sigurður Þorsteinsson, 28.6.2010 kl. 14:48

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Gratúlera þér Siggi með að fá Magnús Helga á síðuna til þín með Imbusolluaðferðina,....EEEEEN ÞIIIÐ.

Farðu svo endilega inná síðuna hjá Elvi Logadóttur og lærðu hvernig maður stundar rökfræði uppá Samfylksku(nýtt orð um kratalógíkk)

Halldór Jónsson, 30.6.2010 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband