11.7.2010 | 23:59
Uppgjörið nálgast
Samfylkingin og VG búa í eitraðri sambúð. Annar hvor flokkurinn mun hrynja á stjórnartímabilinu. Það er bara spurningin hvor. Ef aðild Íslands að ESB verður samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þá mun VG fara mjög illa út úr næstu kosningum. Þetta verður að teljast ósennilegt í ljósi skoðanakannana. Hitt er sennilegra að aðildarumsókn verði kolfelld. Þá er líklegt að Samfylkingin bíði afhroð. Þessir tveir flokkar bítast hatrammlega um hvor verði leiðandi flokkur á vinstri vægnum. Í stjórnartíð Ingibjargar Sólrúnar var Samfylkingin miðjuflokkur, en hefur í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur fært sig yst til vinstri. Sumir segja staðsett sig á sama stað og VG, nema að umhverfismálastefna Samfylkingarinnar verður að teljast afar óljós.
Í hruninu lagði Geir Haarde til að VG kæmi inn í ríkisstjórnina. Steingrímur Sigfússon var jákvæður, en Ingibjörg Sólrún aftók það með öllu. Hún vildi ekki hleypa aðal keppinautnum að kjötkötlunum. Margir innan VG muna þetta og vilja slíta stjórnarsamstarfinu á meðan að Samfylkingin er að veikjast og forystuvandi Samfylkingarinnar er mjög mikill. Ef kosningar yrðu með haustinu er öruggt að Jóhanna Sigurðardóttir verður ekki áfram. Staða Dags hefur veikst mikið eftir mjög slæma útreið í Borgarstjórnarkosningunum. Árni Páll hefur ekki styrkt stöðu sína, með framgangi sem félagsmálaráðherra. Aðrir kandídatar munu koma laskaðir út úr formannsslag.
Í þessari stöðu stendur VG uppi sem sigurvegari. Ef VG styður að umsókn í ESB verði dregin til baka veikist Samfylkingin enn frekar. Þetta veit VG og því er verið að skerpa línur. Það er m.a. gert með því að hafa ágreining um Magna energie á hreinu. Það gerist með því að kenna Samfylkinguna um afspyrnu slagt útspil Seðlabanka og FME í gengislánamálinu. Ef VG ætlar að nota tækifærið fer rétta stundin fyrir uppgjör að nálgast.
Tveir sproðdrekar að daðra.
Bloggar | Breytt 12.7.2010 kl. 06:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 11. júlí 2010
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10