Uppgjörið nálgast

Samfylkingin og VG búa í eitraðri sambúð. Annar hvor flokkurinn mun hrynja á stjórnartímabilinu. Það er bara spurningin hvor. Ef aðild Íslands að ESB verður samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þá mun VG fara mjög illa út úr næstu kosningum. Þetta verður að teljast ósennilegt í ljósi skoðanakannana. Hitt er sennilegra að aðildarumsókn verði kolfelld. Þá er líklegt að Samfylkingin bíði afhroð. Þessir tveir flokkar bítast hatrammlega um hvor verði leiðandi flokkur á vinstri vægnum. Í stjórnartíð Ingibjargar Sólrúnar var Samfylkingin miðjuflokkur, en hefur í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur fært sig yst til vinstri. Sumir segja staðsett sig á sama stað og VG, nema að umhverfismálastefna Samfylkingarinnar verður að teljast afar óljós.

Í hruninu lagði Geir Haarde til að VG kæmi inn í ríkisstjórnina. Steingrímur Sigfússon var jákvæður, en Ingibjörg Sólrún aftók það með öllu. Hún vildi ekki hleypa aðal keppinautnum að kjötkötlunum. Margir innan VG muna þetta og vilja slíta stjórnarsamstarfinu á meðan að Samfylkingin er að veikjast og forystuvandi Samfylkingarinnar er mjög mikill. Ef kosningar yrðu með haustinu er öruggt að Jóhanna Sigurðardóttir verður ekki áfram. Staða Dags hefur veikst mikið eftir mjög slæma útreið í Borgarstjórnarkosningunum. Árni Páll hefur ekki styrkt stöðu sína, með framgangi sem félagsmálaráðherra. Aðrir kandídatar munu koma laskaðir út úr formannsslag.

Í þessari stöðu stendur VG uppi sem sigurvegari. Ef VG styður að umsókn í ESB verði dregin til baka veikist Samfylkingin enn frekar. Þetta veit VG og því er verið að skerpa línur. Það er m.a. gert með því að hafa ágreining um Magna energie á hreinu. Það gerist með því að kenna Samfylkinguna um afspyrnu slagt útspil Seðlabanka og FME í gengislánamálinu. Ef VG ætlar að nota tækifærið fer rétta stundin fyrir uppgjör að nálgast. 

Tveir sproðdrekar að daðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar bara sneriltrommuna í þessa færslu.

Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 02:41

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Við skulum rétt vona að við þurfum ekki að bíða með þetta uppgjör þar til (ef) kosið verður um aðildina. Aðlögunarferlið gæti tekið mörg ár enn, miðað við að nærri ár tók fyrir ESB að ákveða hvort leyfa ætti okkur að hefja það ferlið, er hætt við að enn lengri tíma taki að komast á þann punkt er við fáum að kjósa. Það er alveg óbærileg hugsun að þurfa að vera með þessa stjórn þangað til!!

Vonandi eru VG liðar loksins að gefast upp, það verður reyndar þungur róður hjá þeim að sannfæra sína kjósendur um heilindi sín, eftir að hafa svikið nánast öll sín kosningaloforð, en þeir eiga kannski uppreisnar von ef þeir taka á sig rögg og slíta þessu óstjórnarsamstarfi.

Í framhaldinu liggur beinast við að draga umsóknina í ESB til baka!

Gunnar Heiðarsson, 12.7.2010 kl. 12:39

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Völdin heilla marga stjórnmálamenn, og það er eins og þeim sé fyrirmunað að meta frammistöðu sína á vitrænan hátt.

Sigurður Þorsteinsson, 12.7.2010 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband