Þarf að gjörbreyta vinnubrögðum varðandi ráðningum í opinberar stöður?

Nú eftir sveitarstjórnarkosningar eru sveitarfélögin að ráða sveitar eða bæjarstjóra. Áberandi er hversu margar stöður eru auglýstar og samkvæmt upplýsingum er leitast við að fá fagfólk til þess að meta umsækjendur. Líkur eru á að með þessari aðferð fáist faglega hæfari einstaklingar til starfa. Sérfræðingarnir mæla  oft með 2-4 einstaklingum, sem sveitarstjórnarmennirnir taka síðan endanlega afstöðu til.

Á sama tíma og það virðist vandað er til verka hvað varðar sveitarstjórnarstigið, er ekkert slíkt ferli í gangi þegar valdir eru ráðherrar í ríkisstjórn. Reynslan hefur sýnt okkur að í þessar stöður hafa oft ráðist algjörlega óhæfir einstaklingar. Ef Ísland væri fyrirtæki hverjum dytti í hug að ráða dýralækni, eða mann með hlutanám í jarðfræði sem fjármálaráðherra. Skipanir í þetta embætti á víðsjárverðum tímum hefur reynst þjóðinni afar dýrkeypt. Hvaða sérfræðingi í ráðningarmálum dytti í hug að ráða fyrrum flugfreyju, með afar litla leiðtogahæfileika og litla tungumálakunnáttu í starf forsætisráðherra? Það gildir einu þó að hún hafi verið farsæl sem félagsmálaráðherra og hafi margt gott til síns ágætis.

Getur veri að það sé kominn tími til þess að skipa ríkisstjórn á annan og faglegri hátt? Er það tilviljun að tveir vinsælustu ráðherrar þessarar ríkisstjórnar eru utan þings.  


Bloggfærslur 16. júlí 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband