Ómerkilegur loddari!

Á sama tíma og allar skoðanakannanir sýna að stuðningur við inngöngu í ESB er að hverfa, leyfir Össur Skarphéðinsson sér að halda fram að stuðningur sé að vaxa. Svilkona hans Ingibjörg Sólrún gerir sér grein fyrir litlum stuðningi við aðild að ESB og vill bíða með umsókn þar til betur árar. Össuri er hins vegar slétt sama. Fyrir hann er ESB umsóknarbeiðnin leikur sem hann fær að skemmta sér við, þessa örfáu mánuði meðan ríkisstjórnin hangir saman.
mbl.is Aukinn stuðningur við aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fögnuður ríkisstjórnarinnar!

 

Mikill var fögnuðurinn á ríkistjórnarheimilinu eftir dóm hérðasdóms. Tilraunir ríkisstjórnarinnar og stofnana ríkisins til þess að hafa áhrif á niðurstöðu dómsins voru bíræfnar. Nú er komi tími til að almenningur komi og láti heyra í sér. Sennilega kemur Hallgrímur Helgason og klappar bíl forsætisráðherra og þjóðin hrópar á hana vanhæf ríkisstjórn, Jóhönnu burt, Seðlabankastjóra burt, forstjóra Fjármálaeftirlitsins burt. Þjóðin á betra skilið


mbl.is Ekki ósanngjörn lending
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnrétti í fótbolta og ....

Fyrir nokkru síðan hafði góður vinur minn, sveitarstjórnarmaður á landsbyggðinni, samband við mig. Sonur hans dvaldi hér á höfuðborgarsvæðinu m.a. til þess að bæta sig sem knattspyrnumaður. Pabbinn var afar ósáttur við að sonur hans hafi ekki fengið að spila neitt með A liðinu og bað mig um að skoða málið. Ég fór á B liðsleik með stráknum og það fór ekki á milli mála að hann var yfirburðarmaður á vellinum. Næst skoðaði ég leik með A liðinu, og það þurfti ekki mikla þekkingu á knattspyrnu til þess að átta sig á að strákurinn átti að sjálfsögðu þar heima.  Ég tók þjálfarann tali og hann var hinn almennilegasti. Vandamálið var að hinn ungi leikmaður var ,,utanfélagsmaður" og átti því að eiga minni möguleika. Auk þess viðurkenndi þjálfarinn þrýsting frá nokkrum foreldrum, sem við gátum rætt í hreinskilni. Strákurinn fræðist yfir í A liðið og styrkti liðið umtalsvert að mínu mati. 

Þegar pabbinn hringdi til þess að þakka mér fyrir inngripið, þá sagði ég honum að ef þjálfarar væru skynsamir væru þeir alltaf til í að ræða það sem betur mætti fara. Jafnrétti væri grundvallaratriði. Pabbinn vildi halda þessari umræðu áfram, sem ég hafði takmarkaðan áhuga á. Fórnarlömb eru lítt áhugavert umræðuefni.  Hins vegar gat ég rætt við hann um umsókn fyrirtækis um aðstöðu í hans sveitarfélagi, sem ekki fengi eðlilega afgreiðslu þar sem viðkomandi væri ,,utanbæjarfyrirtæki". Ég hitti á veikan punkt. Til lengri tíma skiptir það fótboltaliðið miklu máli að jafnrétti gilti hvað varðar val á liði, en það skiptir ekki síður máli að jafnrétti gilti varðandi einstaklinga í sveitarfélögum, án tillits til pólitískra skoðana, eða um fyrirtæki hvort þau eru innan sveitar eða ekki. 

Það var afar jákvætt að ungur utanbæjarleikmaður í fótbolta fékk eðlileg tækifæri höfuðborgarsvæðinu, en ekki síður að  fyrirtæki með mjög áhugaverða viðskiptahugmynd að komast á stað í byggðarlagi á landsbyggðinni fjarri höfuðstöðvum sínum . 


Bloggfærslur 23. júlí 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband