,,Sjálfstæðri og óháðri rannsókn" ber að fagna!

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að sjá til þess að fram fari ,,sjálfstæð og óháð rannsókn" á Magna málinu. Þessu ber sannarlega að fagna enda stórt mál. Alþingi á að setja lagaramma um auðlindir Íslendinga og síðan þarf að vera til stefna hvernig um þau mál skal farið. 

Í framhaldinu þarf að fara fram ,,sjálfstæð og óháð rannsókn" á tveimur mjög mikilvægum málum. 

1. Icesavesamningum og hvernig staðið var að málum. 

2. Sölu bankanna bæði gömlu og nýju og hvort t.d. stjórnvöld hafi gerst sek um vanrækslu í starfi m.a. með tillit til gengislána og ábyrgða sem falla á ríkissjóð þess vegna. 

 Á von á að ríkisstjórnin fundi mjög fljótlega til þess að ,,sjálfstæð og óháð rannsókn" fram þegar þjóðarhagsmunir krefjast þess. 

Annars segir sagan að Magnamálið sé búið til af spunameisturum ríkisstjórnarinnar. Innan ríkisstjórnarflokkana var orðin mikil óánægja að ráðherrunum tækist ekki að leysa eitt einasta mál. Spunameistararnir ákváðu því að búa til lausn og teikna upp drama og fréttaflutning þar sem endirinn væri farsæl lausn. Spuninn lak hins vegar út og því hefur þetta mál orðið vandræðalegra og vændræðanlegra með hverjum deginum. Spuninn hefur því endað sem vandræðalegt flopp. 


mbl.is „Pólitísk leiktjöld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband