Gagnrýnifælni?

Það var komið að leik Stjörnunnar og IBV. Við komum okkur vel fyrir, og virtum fyrir okkur fagurgrænan völlinn. Hann er alltaf grænn völlurinn í Garðabænum, líka á veturna, á honum er þetta fallega gervigras. Hvað sem hver segir er ég ánægður með grasið í Garðabænum. Við hlið mér settist gamall og góður Stjörnumaður, sem ég hafði ekki hitt í ein 10 ár. Hvernig spáir þú þessu, sagði hann kampakátur við mig. 0-2 eða 1-3 sagði ég. Á til að giska rétt á óvænt úrslit. Var neyddur til að reyna að rökstyðja þessa óvæntu spá mína. Við spilum með því að fara mjög hratt fram, og þá oft sleppa miðjunni. Slíkur bolti hentar IBV og þeir munu eiga auðvelt að stöðva sóknir okkar. 

Það voru ekki margar mínútur þar til boltinn lág í netinu hjá okkur. 

,, Nú færa þeir sig aðeins aftar og okkar spilaðferð er mjög slök í þeirri stöðu." sagði ég. 

,,Það er eins og þú sért á móti Stjörnunni" sagð sessunautur minn. 

,, Nei ég er með Stjörnunni, en á móti leikaðferðinni" sagði ég

,, Þú gagnrýnir okkur opinberlega" sagði sessunauturinn

,,Er einhver vettvangur til þess að gagnrýna leikaðferð innanfélags"? spurði ég

Vandræðaleg þögn. 

,, Það á ekki að gagnrýna félagið sitt opinberlega" sagði sessunautur minn

,, Þú vilt Samfylkingaraðferðina", sagði ég

,, Allt lýðræðislegt og opið, fyrir lokuðum dyrum" 

Leikurinn þróaðist eins og ég átti von á, ekkert miðjuspil, langar sendingar fram. Eina þróunin er að nú eru sendingar fram ekki í 5-7 metra hæð, heldur leitast við að hafa þær neðar. 

,,Við spilum stundum eins og Brasilíumenn eða Hollendingar" sagði sessunautur minn. 

,, Við spilum hvorki eins og Brasilíumenn og því síður eins og Hollendingar. Hins vegar spilum við ekki á ósvipaðan hátt og mörg lið í Heimsmeistarakeppninni. Þessi spilamennska mun aldrei skila okkur ofar en 5-6 sæti. Getur verið skemmtilegt á góðum degi, en án miðjuspils verðum við ekki í toppbaráttu".

,, Ertu á móti þjálfaranum" spurði sessunauturinn. 

,, Alls ekki" sagði ég, en hann lætur spila bolta sem ég er ekki hrifnastur af. 

,, En þú gagnrýnir hann" sagði sessunauturinn um leið og Eyjamenn bættu við marki. 

,, Held að það sé ekki gott að vera haldinn gagnrýnifælni, en ég gleðst þegar vel gengur"

Eyjamenn unnu sanngjarnan sigur. Gamli karakterinn er kominn í Eyjaliðið. Gaman að sjá Marel Baldvinsson inn í Stjörnuliðinu, með því að fá Birgi Birgisson inn á miðjuna er hægt að fá upp bolta sem skilaði okkur fleiri stigum. Til þess þarf hann a.m.k. að komast á bekkinn. 

 


mbl.is Eyjamenn efstir eftir sigur á Stjörnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júlí 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband