9.7.2010 | 22:11
Hvað er lið?
Umfjöllun RÚV um Úrvalsdeildina í knattspyrnu er oft á tíðum afar vafasöm. Þeir sem kynnst hafa slíkri umfjöllun um knattspyrnu í Evrópu geta ekki verið sáttir. Þar eru sérfræðingar kallaðir til, en hér er sjálfsagt verið að spara og þá eru teknir leikmenn sem virðast sjálfir mög ánægðir með umfjöllun sína. Hún er mjög gloppótt svo vægt sé til orða tekið. Síðan er oft rætt við þjálfarana eftir leik og þá tekur oft ekki betra við.
,,Við ætluðum að setja á þá mark snemma leiks, en fengum í stað þess á okkur mark, eftir herfileg mistök. Svo fengum við þetta ódýra víti á okkur og vorum ekki búnir að jafna okkur þegar þriðja markið kom. Síðasta markið var nú hlægilegt. Mér fannst við ekki vera síðra liðið" Slíkar lýsingar fá þjálfarar að bulla upp úr sér án athugasemda.
Eftir leik Breiðabliks og Stjörnunnar þar sem Blikar yfirspiluðu Stjörnuna sagði Bjarni Jóhannsson.
,,Við lögðum þetta upp fyrir Blikana, hvert einasta færi sem þeir skoruðu úr með alveg ömurlegum ákvörðunum ákveðna leikmanna. Þetta var hræðilegt," sagði Bjarni sem var ekki par sáttur með suma leikmenn sína.
Ég minnist ráðgjafar frá afa mínum sáluga, þegar hann ræddi aðfinnslur við undirmenn. ,, Ef þér er mikið niðri fyrir varðandi mistök undirmanna, er ágætis regla að bíða með að skamma liðið fram á næsta dag. Taka út þau mistök sem þú hefur gert til að leiðbeina undirmönnunum, og þinn undirbúning. Koma síðan daginn eftir og taka málið upp. Ef þú ert sanngjarn og hefur sjálfsgagnrýni þá verður minna úr skömmunum en ætla mætti".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 9. júlí 2010
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10