Hvað er lið?

Umfjöllun RÚV um Úrvalsdeildina í knattspyrnu er oft á tíðum afar vafasöm. Þeir sem kynnst hafa slíkri umfjöllun um knattspyrnu í Evrópu geta ekki verið sáttir. Þar eru sérfræðingar kallaðir til, en hér er sjálfsagt verið að spara og þá eru teknir leikmenn sem virðast sjálfir mög ánægðir með umfjöllun sína. Hún er mjög gloppótt svo vægt sé til orða tekið. Síðan er oft rætt við þjálfarana eftir leik og þá tekur oft ekki betra við.

,,Við ætluðum að setja á þá mark snemma leiks, en fengum í stað þess á okkur mark, eftir herfileg mistök. Svo fengum við þetta ódýra víti á okkur og vorum ekki búnir að jafna okkur þegar þriðja markið kom. Síðasta markið var nú hlægilegt. Mér fannst við ekki vera síðra liðið" Slíkar lýsingar fá þjálfarar að bulla upp úr sér án athugasemda.

Eftir leik Breiðabliks og Stjörnunnar þar sem Blikar yfirspiluðu Stjörnuna sagði Bjarni Jóhannsson.

,,Við lögðum þetta upp fyrir Blikana, hvert einasta færi sem þeir skoruðu úr með alveg ömurlegum ákvörðunum ákveðna leikmanna. Þetta var hræðilegt," sagði Bjarni sem var ekki par sáttur með suma leikmenn sína.

Ég minnist ráðgjafar frá afa mínum sáluga, þegar hann ræddi aðfinnslur við undirmenn. ,, Ef þér er mikið niðri fyrir varðandi mistök undirmanna, er ágætis regla að bíða með að skamma liðið fram á næsta dag. Taka út þau mistök sem þú hefur gert til að leiðbeina undirmönnunum, og þinn undirbúning. Koma síðan daginn eftir og taka málið upp. Ef þú ert sanngjarn og hefur sjálfsgagnrýni þá verður minna úr skömmunum en ætla mætti". 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Hvað meinar greinarhöfundur með þessari grein sinni? Ertu að gefa í skyn að  þeir Hjörtur, Hjörvar og Andri séu ekki starfi sínu vaxn:

"Umfjöllun RÚV um Úrvalsdeildina í knattspyrnu er oft á tíðum afar vafasöm. Þeir sem kynnst hafa slíkri umfjöllun um knattspyrnu í Evrópu geta ekki verið sáttir. Þar eru sérfræðingar kallaðir til, en hér er sjálfsagt verið að spara og þá eru teknir leikmenn sem virðast sjálfir mög ánægðir með umfjöllun sína. Hún er mjög gloppótt svo vægt sé til orða tekið. Síðan er oft rætt við þjálfarana eftir leik og þá tekur oft ekki betra við. "

Guðmundur Júlíusson, 10.7.2010 kl. 00:40

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þessi ráð afa þíns eru örugglega góð,ég biði í mig á yngri árum,að fara eftir þeim.Yrði að losna við gremjuna strax. Fengi síðan samviskubit og færi að bæta fyrir ákúrurnar. Veit þetta er arfavitlaust. Kveðja Siggi minn.

Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2010 kl. 02:53

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Helga mín ef þú manst eftir mér þjálfa yngri flokka hér á mínum fyrri árum í þjálfun, þá var mjög æstur ungur strákur á línunni og öskraði á leikmenn og dómara. Þetta breyttist snarlega eftir þessa ráðgjöf, það var hreint ótrúlegt hvernig hversu hratt það gerðist. Áfram hvatti ég lið mitt, en á miklu agaðri hátt. Ekki til þess að losa mig við mitt stress, heldur þegar leikmenn mínir þurftu á hvatningu að halda. 

Til gamans þá flutti ég konuna inn frá Þýskalandi. Ef ég tapaði leikjum, sem gerðist nú sjaldnar með árunum, þá var reiðin í mér í 2-3 daga. Var vart viðræðuhæfur. Ég þoldi ekki að tapa. Eftir einn leikinn kemur konan til mín og segir að við þetta sé ekki búandi. Hvort við getum ekki gert samning um þetta ferli. Stytta reiðitímann. Ég lagði til sólarhring, hún klukkustund. Niðurstaðan var 2 tímar. Það stórmerkilega var að ég var jafn reiður og áður, en um leið og 2 tímar voru liðnir var öll reiði farin. Ég gat ráðið tíma reiðinnar sjálfur! Nú eru tveir leikir framundan. Það verður veisla. Bestu kveðjur.

Guðmundur þeir Hjörtur, Hörvar og Andri eru sínu starfi vaxnir, reyndir og skynsamir leikmenn að tjá sig um leiki. Þetta er svona eins og með blindu mennina og fílinn, þeir fjalla um leikinn út frá sínum snertifleti. Ef þú fengir menn eins og Ólaf Kristjánsson, Willum Þórsson, Guðjón Þórðarson, Loga Ólafsson, Guðna Kjartansson og Sigurð Ragnar og þú fengir mun stærri snertiflöt og fleiri þættir í lýsingunni kæmu fram. 

Sigurður Þorsteinsson, 10.7.2010 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband