Hvert skal halda?

Það er alls ekki ljóst hvernig skilja ber Jóhönnu Sigurðardóttur. Ef það er hennar skoðun að Landsdómur sér tímaskekkja og það sé alls ekki alþingismanna að setjast í dómarasæti, þá er ég hjartanlega sammála henni. Ef það er hennar skoðun að betra sé að eyða orkunni í að byggja upp en  að líta í baksýnisspegilinn þá er ég líka sammála henni. Þau Geir, Einar, Björgvin og Ingibjörg hafa öll misst mannorð sitt, og það eitt er mikil refsing. Sjálfsagt væri hægt að setja upp einhvers konar nefnd eða ráð sem metur störf ráðherra.

Hins vegar getur framganga Jóhönnu sé útspil spunameistara ríkisstjórnarinnar og þá gæti spuninn litið þannig út. Ágreiningur kemur um hverja beri að kæra og stjórnarflokkarnir koma sér saman um að kæra ekki Ingibjörgu og Björgvin, en hina tvo. 

Ég vil trúa því að Jóhanna sjái tilgangsleysið í Landsdómi. 


mbl.is Umskipti hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fögnunum að kenna eða þakka?

Gleðin er mikilvægur þáttur knattspyrnunnar. Þjálfarar sem láta spila lélegan bolta, segja að það eina sem skiptir máli sé að vinna. Maður hefur á tilfinningunni að þeir geri þá í því að láta spila leiðinlegan bolta. Það verður ekki sagt að Stjarnan spili leiðinlegan fótbolta, því það er sannarlega gaman að fara á leiki liðsins. Hins vegar dugar sá bolti ágætlega til þess að verða um miðja deild. Ástæða þess að Stjarnan er að tapa síðustu leikjunum er að nú er verið að spila gegn sterkustu andstæðingunum. Leikstíll Stjörnunnar er að spila hratt upp völlinn, alltaf. Þetta þýðir að miðjuspil liðsins er ákaflega takmarkað. Þessi leikaðferð getur verið árangursrík gagnvart miðlungs eða lakari liðunum, en ekki á móti þeim bestu.

Þess vegna er Stjarnan um miðja deild, en ekki vegna þess að leikmennirnir komu með þessi stórskemmtilegu fögn. Stjarnan er á öðru ári í úrvalsdeildinni að þessu sinni og það hefur reynst mörgum liðum erfitt. Árangurinn er því ekkert til þess að kvarta yfir. Þrátt fyrir fögnin. 


mbl.is Bjarni Jóhannsson: Fögnin hafa truflað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband