Hvert skal halda?

Það er alls ekki ljóst hvernig skilja ber Jóhönnu Sigurðardóttur. Ef það er hennar skoðun að Landsdómur sér tímaskekkja og það sé alls ekki alþingismanna að setjast í dómarasæti, þá er ég hjartanlega sammála henni. Ef það er hennar skoðun að betra sé að eyða orkunni í að byggja upp en  að líta í baksýnisspegilinn þá er ég líka sammála henni. Þau Geir, Einar, Björgvin og Ingibjörg hafa öll misst mannorð sitt, og það eitt er mikil refsing. Sjálfsagt væri hægt að setja upp einhvers konar nefnd eða ráð sem metur störf ráðherra.

Hins vegar getur framganga Jóhönnu sé útspil spunameistara ríkisstjórnarinnar og þá gæti spuninn litið þannig út. Ágreiningur kemur um hverja beri að kæra og stjórnarflokkarnir koma sér saman um að kæra ekki Ingibjörgu og Björgvin, en hina tvo. 

Ég vil trúa því að Jóhanna sjái tilgangsleysið í Landsdómi. 


mbl.is Umskipti hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll nafni nú talar þú í hring nefnd til að skoða störf nefndar sem var skipuð til að fara yfir störf nefndar í kjölfar hrunsins? Við erum að verða svolítið þreytt á þessum nefndum sem ekkert er tekið mark á og samt er skipuð nefnd á nefnd ofan!

Sigurður Haraldsson, 21.9.2010 kl. 00:30

2 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Af hverju var farið af stað með þessa nefnd og hún beðin um að koma með niðurstöðu ef svo allt starf nefndarinnar er tómt bull.  Það virðist vera að niðurstaða nefndarinnar sé bara ekki eins og alþingismenn sjáfstæðisflokksins og samfylkingar bjuggust við.  Af hverju voru þeir peningar sem fóru störf þessarar nefndar ekki notaðir í eitthvað annað og þarfara ef allt er svona ómögulegt við þetta.  Þetta er skrýtið mál

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 21.9.2010 kl. 00:45

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sælir félagar. Ég held að þessi nefnd sem skipuð var hafi verið ágæt. Ef rétt er á málum haldið gæti komið talsvert út úr starfi hennar um störf þingsins, m.a. ofurvald  framkvæmdavaldsins yfir löggjafarvaldinu, og svo er það flokksræðið. Ég vil ekki Landsdóm yfir ráðherrunum fjórum, þrátt fyrir að ég tel þá hafa gert alvarleg mistök. Betra hefði verið að nefndin hefði haft áminningarhlutverk, og að samsetning hennar væri þannig að niðurstaðan yrði flokkpólitísk árás.

Skoðum stöðuna frá því að núverandi ríkisstjórn tók við. Þá kom upp Icesavesamningar. Skipun nefndarinnar og undirbúningur er að margra mati efni sem nefnd gæti fjallað um. Mistökin og ósannindin sem þar var á borð borin eru eflaust tilefni til Landsdóms. Vandamálið er að ef þessi ríkisstjórn heldur út kjörtímabilið er málið fyrnt. Það gerist á 3 árum. Ef nefnd fer yfir störf ríkisstjórnar hverju sinni, nefnd sem tekið er mark á verða mistök ráðherra alvarlegur álitshnekkir fyrir við komandi. Það er nægur dómur. 

Sigurður Þorsteinsson, 21.9.2010 kl. 07:02

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

.... svo er það einkavæðing bankanna, og meðferð gengislánanna, og svo er það aðgerðaleysið í endurreisn atvinnulífsins.

Það þarf engan fangelsisdóm! Álitshnekkirinn er nægur. 

Sigurður Þorsteinsson, 21.9.2010 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband