Skúbbið hennar Láru.

Lára Ómarsdóttir þráir það að geta skúbba með fréttir. Henni hættir hins vegar til að láta kappið fara með sig í gönur, og varð þess vegna að segja af sér sem fréttamaður hjá Stöð 2, er hún ,,bjó til frétt" og var staðin að verki. Snautlegt. Maður skildi nú ætla að Lára lærði af mistökunum og hún færi að temja sér vandaða fréttamennsku.

Í kvöld birtist á fréttavef RÚV frétt skrifuð af Láru, sem fær mann til þess að hugleiða af hvaða hvötum sumir fréttamenn  semji fréttir.

Fréttin sagði frá því að Rannsókn Efnahagsbrotadeildar á svokölluðu Lífeyrisjóðsmáli í Kópavogi væri lokið. Í lok fréttarinnar kemur fram að engar frekari fréttir séu í málinu, né komið fram hvort ákært yrði. Sem sagt ekkert nýtt að frétta. Jú, Lára Ómarsdóttir notaði tækifærið til þess að misnota RÚV og sagði:,,Lánveitingar sjóðsins til bæjarins voru til rannsóknar í kjölfar kæru Fjármálaeftirlitsins en Gunnar Birgisson sat þar beggja vegna borðs." Tilgangurinn var sem sagt að sparka í Gunnar Birgisson áður en Lára færi heim til að gefa börnunum að éta. Til þess að tryggja árangurinn var mynd af Gunnari með fréttinni. 

Þeir sem þekkja til málsins vita að fjórir bæjarfulltrúar Kópavogsbæjar voru í stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar, þeir Flosi Eiríksson núverandi endurskoðandi hjá KPMG,  Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Gunnar Birgisson starfandi bæjarstjóri og  Jón Júlíusson. Þessir fjórir vöru því allir báðu megin við borðið. Það spaugilega við dæmið var að með ákvörðun þeirra félaga björguðu þeir sjóðnum frá hruninu og ávöxtun sjóðsins alveg til fyrirmyndar. 

Bæjarfulltrúarnir ályktuðu um þetta í byrjun, en þegar þeim varð ljóst að störf þeirra gætu varðað við lög, reyndu þeir Flosi, Ómar og Jón að kenna framkvæmdastjóra sjóðsins og Gunnari um yfirsjónirnar. Það var hins vegar afar óheppilegt að framkvæmdastjórinn var afar nákvæm í fundarritun sem kom sér afar illa fyrir þá félaga. Síðan er þetta mál búið að hanga yfir stjórninni ásamt framkvæmdastjóranum. Þremenningarnir létu síðan segja framkvæmdastjóranum upp störfum, sennilega fyrir nákvæmnina. 

Fréttamennska Láru Ómarsdóttur er tegund sem þjóðin gertur alveg verið án í náinni framtíð. 

Frétt RÚV: http://www.ruv.is/frett/rannsokn-efnahagsbrotadeildar-lokid

 


Bloggfærslur 13. janúar 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband