7.1.2011 | 22:04
,,Afköttun órólegu deildarinnnar"
Í dag var hátíðardagur hjá Evrópusinnum á Íslandi. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar setti fram stefnumótun til ársins 2020. Þar ber hæst að taka skuli upp evru, eins og Eiríkur Bergmann útskýrði fyrir þjóðinni á fréttum ríkissjónvarpsins. Stefnt yrði að uppfylla öll skilyrði upptöku evrunnar eins hratt og mögulegt er. Jóhanna skýrði síðan þjóðinni frá því að tekist hafi að ,,afkatta" órólegu deildina í VG.
Það eru miklir gleðidagar hjá doktor Eiríki Bergmann á Bifröst. Sótt hefur verið um aðild að ESB, og stjórn landsmála þannig háttað að hluti þjóðarinnar óskar þess heitast að taka stjórnina af íslenskum stjórnmálamönnum og afhenda ráðamönnum í Brunssel völdin. Til þess að undirstrika þetta sagði Eiríkkur í umræðuþætti í Baugsmiðlunum í vikunni að það síðasta sem við Íslendingar þyrftum nú á að halda væri ,,sterkur leiðtogi". Við skulum taka vel eftir áherslunum, ekki, alls ekki sterkur leiðtogi. Eins og upplýstir einstaklingar vita þá er leiðtogi sá stjórnandi sem hlustar á vel á grasrótina, fólkið í landinu. Hann hlustar líka vel á meðráðherra sína, stjórnarliða, en einnig stjórnarandstæðinga. Þetta vill Eiríkur Bermann ekki, alls ekki, því mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki í ESB. Sterkur leiðtogi fengi fullt af hugmyndum frá fólkinu í landinu til þess að hefja uppbyggingu strax, en það óttast Evrópusinnar hvað mest. Hér skal allt fara norður og niður, og síðan eiga bjargvættirnir að koma frá ESB.
Sterkum leiðtoga dytti ekki í hug að reyna að troða okkur í ESB, gegn vilja 70% þjóðarinnar. Forystumenn Samfylkingar og VG eru þó sammála um eitt. Það skiptir þau engu máli hvað þjóðin vill, slíkt er bara til trafala.
Það er ekki nema von að Eiríkur Bergmann sé í endalausri gleðigöngu á Bifröst þessa dagana.
Bloggar | Breytt 8.1.2011 kl. 05:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.1.2011 | 11:07
Er Ísland örugglega lýðræðisríki?
Við hátíðleg tækifæri reyna ráðamenn þjóðarinnar að telja okkur trú um að við séum fyrirmyndar lýðræðisríki. Með mikla lýðræðishefð sem við höfum viðhaldið í gegnum aldirnar. Þegar við fréttum af þöggun, fangelsun eða jafnvel aftökum í öðrum löndum, fyllist við vanþóknun. Við sendum stundum frá okkur yfirlýsingar eða afhendum mótmæli.
Þegar nánar er skoðað erum við hins vegar alls ekki nein sérstök lýðræðisþjóð. Það er vissulega rétt að við áttum fyrsta þing í Evrópu og það var til fyrirmyndar, en síðan tók við eymdartími og þá dalaði lýðræðið.
Prófessor við Kaupmannahafnarháskóla sagði á ráðstefnu um lýðræði um Eystrasaltsríkin. Í þessi 40 ár sem þau hafa verið undir Sovétríkjunum, er búið að búa til nýja manngerð. Hómosovjetíkus. Þar sem allar ákvarðanir koma að ofan. Eingin ábyrgð. Allir reina að svíkja út úr kerfinu. Enginn þorir að tjá sig.
Menntamálaráðherra Eistlands nýsloppinn undan ægivaldi bjarnarins, tók undir með prófessornum. Hann taldi skort á reynslu og þekkingu á að vinna lýðræðislega yrði helsti hemilinn á uppbyggingu í Eystrasaltslöndunum.
Það skorti gagnrýna umræðu á Íslandi í þennslunni, og það skortir lýðræðislega umræðu enn. Við þurfum ekki annað en sjá hvernig ríkisstjórnarflokkarnir taka á þeim þremenningum. Það er átakanlegt. Fjölmiðlarnir eru algjörlega ófærir að taka umræðuna, því afar fáir innan þeirra skilja lýðræði og mikilvægi gagnrýnnar hugsunar. Fjölmörg dæmi eru um að fjölmiðlarnir taki þátt í þögguninni. Það er orðið okkar hefð.
Í Kastljósi í kvöld var afar gott viðtal við Ragnhildi Sigurðardóttur doktor í vistfræði, sem hefur verið beitt miklu órétti af hendi Landsvirkjunar og opinberra aðila, vegna skoðana sinna. Þessi kúgun hefur tekið 10 ár. Að mínu mati er hér um að ræða gróft mannréttindabrot. Það þarf opinbera rannsókn á þessu ferli og taka þar til skoðunar vinnubrögð þeirra sem að málinu komu. Framgangan er ekki bara glæpur gagnvart Ragnhildi heldur gegn þjóðinni.
Umboðsmaður Alþingis hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að á Ragnhildi hafi verið gróflega brotið. Því ber að fagna. Málinu má ekki ljúka þar með. Lýðræðisins vegna. Sú skoðun mín hefur ekkert með það að gera hvort ég er sammála Ragnhildi um einhver umhverfismál eða ekki. Ef við erum ósammála sem við erum örugglega um einhver mál þá gætum við rökrætt þau, og síðan breytt skoðunum okkar á einhvern veg ef við fáum sannfærandi rök. Það væri lýðræðisleg skoðanaskipti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 7. janúar 2011
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10