23.10.2011 | 20:11
Jóhanna segist aldrei ætla að siga bönkunum á þjóðina... aftur!!!
Hér áður fyrr var Jóhanna Sigurðardóttir heiðarlegur stjórnmálamaður. Hún átti erfitt með að vinna með öðrum, var ekki leiðtogi, en henni var umhugað um skjólstæðinga sína og gaf ekkert eftir þegar semja þurfti milli ráðherra í ríkisstjórn. Þess vegna var Jóhanna ekki vinsæl meðal samráðherra og sumir þeirra virtust allt að því hata hana, eins og Jón Baldvin Hannibalsson. Jóhönnu gekk best að eiga samstarf við Davíð Oddson sem virti hugsjónir hennar.
Nú er Jóhanna forsætisráðherra og hún er heldur ekki í dag leiðtogi. Hún er fremur eins og foringi úr fyrrum kommúnistaríkjunum. Hún hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim sem hafa hugsjónir, það eiga allir að fylgja henni. Með góðu eða íllu. Það sem hefur bæst við er að hún hefur fengið ómerkilegan pörupilt sem aðstoðarmann, Hrannar B. Arnarsson. Samvistirnar við hann hefur gert Jóhönnu að lygalaup.
Hún ætlaði að láta samþykkja Svavarssamningin svokallaða, sem hefði þýtt að þjóðin tæki yfir 500 milljarða af óþarfa skuldum. Jóhanna hefur ekki haft manndóm til þess að biðja þjóðina afsökunar á þessari aðför að þjóðinni. Hún reynir enn að ljúga sig út úr sukkinu.
Þá tók hún sig til ásamt Steingrími Sigfússyni og afhenti erlendum vogunarsjóðum íslensku bankana og gaf þeim skotleyfi á íslensk heimili og fyrirtæki. Nú reynir hún að ljúga sig út úr því níðingsverki og reynir að skella skuldinni á aðra.
Þjóðin bíður þess í ofvæni að kerlingin fari frá, þannig að hægt sé að draga hana fyrir landsdóm.
![]() |
Samfylkingin fær í flestan sjó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggfærslur 23. október 2011
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10