Jóhanna segist aldrei ætla að siga bönkunum á þjóðina... aftur!!!

Hér áður fyrr var Jóhanna Sigurðardóttir heiðarlegur stjórnmálamaður. Hún átti erfitt með að vinna með öðrum, var ekki leiðtogi, en henni var umhugað um skjólstæðinga sína og gaf ekkert eftir þegar semja þurfti milli ráðherra í ríkisstjórn. Þess vegna var Jóhanna ekki vinsæl meðal samráðherra og sumir þeirra virtust allt að því hata hana, eins og Jón Baldvin Hannibalsson. Jóhönnu gekk best að eiga samstarf við Davíð Oddson sem virti hugsjónir hennar. 

Nú er Jóhanna forsætisráðherra og hún er heldur ekki í dag leiðtogi. Hún er fremur eins og foringi úr fyrrum kommúnistaríkjunum. Hún hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim sem hafa hugsjónir, það eiga allir að fylgja henni. Með góðu eða íllu. Það sem hefur bæst við er að hún hefur fengið ómerkilegan pörupilt sem aðstoðarmann, Hrannar B. Arnarsson. Samvistirnar við hann hefur gert Jóhönnu að lygalaup. 

Hún ætlaði að láta samþykkja Svavarssamningin svokallaða, sem hefði þýtt að þjóðin tæki yfir 500 milljarða af óþarfa skuldum. Jóhanna hefur ekki haft manndóm til þess að biðja þjóðina afsökunar á þessari aðför að þjóðinni. Hún reynir enn að ljúga sig út úr sukkinu. 

Þá tók hún sig til ásamt Steingrími Sigfússyni og afhenti erlendum vogunarsjóðum íslensku bankana og gaf þeim skotleyfi á íslensk heimili og fyrirtæki. Nú reynir hún að ljúga sig út úr því níðingsverki og reynir að skella skuldinni á aðra. 

Þjóðin bíður þess í ofvæni að kerlingin fari frá, þannig að hægt sé að draga hana fyrir landsdóm. 


mbl.is Samfylkingin fær í flestan sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er farin að halda að hún sé orðin alveg ær konugreyið. Allt sem hún segir núna undanfarið er svo í berhöggi við alla skynsemi og allt sem er að gerjast í þessu þjóðfélagi að mann setur hljóðan.  Þarf  hún ekki að fara að kíkja til sála.... eða eitthvað þannig?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 22:17

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ásthildur ég veit ekki hvað þetta er en hún er algjörlega búin að missa trúverðuleikann.

1. Hún keyrir upp atvinnuleysi og landflótta, og nú segir hún að skapa atvinnu sé aðal baráttumálið sé að vinna gegn atvinnuleysi. 

2. Hún slær skjalborg um fjármálafyrirtækin, og gefur þeim skotleyfi á fjölskyldurnar í landinu, og nú segir hún okkur að fjármálafyrirtækin fái aldrei ,,aftur" skotleyfi á fjölsyldurnar í landinu. 

3. Hún hefur ráðist að unga fólkinu í landinu, sem margt flykkist úr landi og nú segir hún að uinga fólkið sé það sem hún vilji berjast fyrir. 

4. Hún hefur itrekað lofað átaki til þess að skapa þúsundir starfa, og þau hafa sapast í Noregi. Nú vill hún skapa fleiri slík störf. 

5. Trúverðuleikinn er farinn. Hún á bara eftir að kveðja. 

Sigurður Þorsteinsson, 23.10.2011 kl. 22:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sigurður það er raunar dapurlegt því ég, þó ég hafi aldrei kosið hana hélt að hún væri heiðarleg og samviskusöm.  En nú er ég búin að sjá að það er svo fjarri sanni sem nokkur hlutur getur verið. 

Og kveðji hún sem fyrst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 23:01

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það eina sem núverandi kjötkatlabrúnanagarar hafa á prjónunum er að hanga í 3 ár frá gjörningum sínum svo ekki verði hægt að sækja þau til saka. 

Ísland þarf leiðtoga með persónutöfra.

Jóhanna hefur álíka mikla persónutöfra og legusár.

Óskar Guðmundsson, 24.10.2011 kl. 00:01

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha Óskar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2011 kl. 00:05

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Óskar klikkar ekki!

Sigurður Þorsteinsson, 24.10.2011 kl. 07:16

7 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Smá spurning Sigurður, ertu alveg viss um að hún hafi einhverntíma verið heiðarlegur stjórnmálamaður? 

Kjartan Sigurgeirsson, 24.10.2011 kl. 09:09

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Kjartan, jú ég upplifi það þannig.

Sigurður Þorsteinsson, 24.10.2011 kl. 11:54

9 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hvað ættli sé búið að eiða miklum peningum í ESB umsókn þar sem skilmálar til inngöngu hafa legið fyrir allan tímann, það er bara verið að teygja tímann svo að hún geti breitt stjórnarskránni þannig að hún geti farið á skjön við vilja þjóðarinnar! Hvað kallast svona framkoma. Það skildi þó ekki vera LANDRÁÐ.

Eyjólfur G Svavarsson, 24.10.2011 kl. 15:33

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er alveg viss um að margar gjörðir þeirra sem nú stjórna landinu séu miklu afdrifaríkari og verri fyrir þjóðina en Geir Haarde.  Þess vegna eiga þau öll að fara fyrir landsdóm, fyrst við erum á annað borð að þessu brölti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2011 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband