Flóttinn hafinn.

Það hefur lengi legið fyrir að það er ekki aðeins klofningur í VG heldur er Samfylkingin að liðast í sundur.  Þórunn Sveinbjarnardóttir yfirgaf skútuna og þá er síðasti Kvennalistafulltrúinn eftir. Frjálslyndir jafnaðarmenn, m.a. þeir sem áður studdu Jón Baldvin eru lagðir í einelti og bíða þess að sú gamla hætti eða gefi upp öndina. Þeirra efnilegasti fulltrúi er Magnús Schram, gerist sekur um að verja Jóhönnu út í það endalausa, nokkuð sem hann á eftir að fá í baki á endanum. Katín Júlíusdóttir sýnir oft tilbuði, sem er það skásta sem sést til þessa flokks. Hún var á þessum fundi og ekki af ástæðulausu.

Forsætisráðherra sem hrynur í fylgi á aðeins einn dvalarstað, kyrrðin, hvíldin. Öllum er ljóst að hennar tími er liðinn. Þeim mun lengur sem hún situr, eykur það líkurnar á því að nýr flokkur verði stofnaður. Það þarf ekki tvö eintök af VG. Það var til eitt Alþýðubandalag og það er engin þörf fyrir það í tvíburalíki. Eins og að hafa tvær sjoppur hið við hlið. 

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mínum innan Samfylkingarinnar vex undiraldan innan flokksins,  uppgjör er óhjákvæmilegt. Fylgið sem Samfylkingin fékk á sínum tíma, var aðeins að litlum hluta með þessar áherslur sem haldið er fram af forsætisráðherra. 


mbl.is Félag frjálslyndra jafnaðarmanna endurreist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. október 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband