Flóttinn hafinn.

Það hefur lengi legið fyrir að það er ekki aðeins klofningur í VG heldur er Samfylkingin að liðast í sundur.  Þórunn Sveinbjarnardóttir yfirgaf skútuna og þá er síðasti Kvennalistafulltrúinn eftir. Frjálslyndir jafnaðarmenn, m.a. þeir sem áður studdu Jón Baldvin eru lagðir í einelti og bíða þess að sú gamla hætti eða gefi upp öndina. Þeirra efnilegasti fulltrúi er Magnús Schram, gerist sekur um að verja Jóhönnu út í það endalausa, nokkuð sem hann á eftir að fá í baki á endanum. Katín Júlíusdóttir sýnir oft tilbuði, sem er það skásta sem sést til þessa flokks. Hún var á þessum fundi og ekki af ástæðulausu.

Forsætisráðherra sem hrynur í fylgi á aðeins einn dvalarstað, kyrrðin, hvíldin. Öllum er ljóst að hennar tími er liðinn. Þeim mun lengur sem hún situr, eykur það líkurnar á því að nýr flokkur verði stofnaður. Það þarf ekki tvö eintök af VG. Það var til eitt Alþýðubandalag og það er engin þörf fyrir það í tvíburalíki. Eins og að hafa tvær sjoppur hið við hlið. 

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mínum innan Samfylkingarinnar vex undiraldan innan flokksins,  uppgjör er óhjákvæmilegt. Fylgið sem Samfylkingin fékk á sínum tíma, var aðeins að litlum hluta með þessar áherslur sem haldið er fram af forsætisráðherra. 


mbl.is Félag frjálslyndra jafnaðarmanna endurreist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Sagan hefur tilhneigingu til þess að endurtaka sig, Sigurður. Auðvitað tekur það ekki nema rétt rúman áratug fyrir íslenska vinstrimenn að setja allt á annan endann í sinni sveit.

Það er engin tilviljun að áherslan núna, í lýðræðistilgangi auðvitað, er sú að  taka skuli upp persónukjör, en alls ekki flokkspólitíska listakosningu. Ástæðan er auðvitað sú að vinstrimenn hafa aldrei getað starfað saman í flokki, en telja sig geta slegið í gegn sem "persónur".

Það er engin ástæða til þess að leiða lýðskrum og tækifærismennsku til öndvegis í stjórnmálastarfi, umfram það sem tíðkast hefur á vinstrivæng stjórnmálanna, hingað til.

Gústaf Níelsson, 7.10.2011 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband