4.11.2011 | 19:53
Vinnur Jón Ásgeir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum?
Í íþróttum er langoftast att keppni á drengilegan hátt. Óíþróttamannsleg framkoma er ekki vel séð. Eftir leik þá takast keppinautar oftast í hendur og þakka hvor öðrum um fyrir keppnina.
Við sem komum úr íþróttum söknum oft þessa hugarfars, þegar komið er í pólitíkina. Það tíðkast alls kyns sóðaskapur, sem gerir það að verkum að margt heiðarlegt fólk hættir þáttöku eða fer ekki á stað. Því miður er t.d. ekki mikið tekið á siðblindum einstaklingum í pólitíkinni hérlendis, eins og víða er gert hjá nágrannaþjóðum okkar. Þetta skýrir hluta af því vantrausti sem er á pólitíkinni.
Nú er kosnignabarátta í Sjálfstæðisflokknum. Að mínu mati væri æskilegt fyrir land og þjóð, ekki bara Sjálfstæðismenn að sá hæfari myndi vinna. Það skiptir mig engu máli hvern ég þekki eða hvort ég er skyldur einhverjum ég reyni að meta frambjóðendur á eins faglegan hátt og mér er unnt.
Þegar ég fæ kynningu á einum frambjóðanda, með þeim skilaboðum að mótframbjóðandinn muni fá árás frá DV, ,, vera tekinn niður" fyrir landsfund og að Baugsmiðlarnir hafi ákveðið að taka þátt í kosningabaráttunni þá er mér ofboðið. Svona óiþróttamannsleg framkoma sætti ég mig ekki við. DV kemur aldrei inn fyrir mínar dyr, hvorki á mitt heimili eða í vinnuna. Það segir allt að 1,9% þjóðarinnar treysta DV.
Ég ákvað að fylgjast með hvort Baugsmiðlarnir myndu blanda sér í kosningabaráttuna. Gat alveg trúað því upp á DV en að allur pakkinn yrði notaður var ég efins um. Í dag koma síðan tvær fréttir á visi.is, og síðan étið upp á Bylgjunni. Sú fyrsta:
Framboð Hönnu Birnu líkist framboði Davíðs Oddssonar 1991
http://visir.is/frambod-honnu-birnu-likist-frambodi-davids-oddssonar-1991-/article/2011111109537
Síðar í dag:
Helmingur lýsti ekki yfir stuðningi við Bjarna
http://visir.is/helmingur-lysti-ekki-yfir-studningi-vid-bjarna-/article/2011111109420
Í fyrri fréttinni segir m.a. að Bjarni Benediktsson sé tengdur við útrásarvíkinga. Fréttinni fylgir enginn rökstuðingur enda gæti það þýtt málaferli fyrir 365 miðla. Sjáfsagt væri hægt að finna einhverjar tengingar Hönnu Birnu sem hægt væri að gera torkennilegar ef vilji væri til. Fjölmiðlamenn 365 milðla ættu að hafa í huga tengsl þeirra við einn helsta útrásarvíking Íslandsögunnar Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann borgar launin þeirra!!!
Jón Ásgeir er talinn hafa reynt að kaupa Davíð Oddson sem ekki tókst. Nú er næsta tilraun. Tekst Jóni Ásgeiri að eignast næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Hverjum er það keppikefli að útrásarvíkingur eignist Sjálfstæðisflokkinn?
Bloggar | Breytt 5.11.2011 kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
4.11.2011 | 09:35
Stórmerkileg Gallup könnun!
Litlar hreyfingar eru á fylgi flokkana samkvæmt nýjustu skoðanakönnun hjá Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn bætir örlitlu við sig á sama tíma og Samfylkingin og VG dala örlítið. Nýju öflin eru ekki sýnileg svo neinu nemi enn sem komið er. Það sem vekur athygli er að í kjölfar landsfunda flokkana hefur verið tilhneigingin að með aukinni fjölmiðlun í tengslum við landsfundina, þar sem forystumönnunum gefst tækifæri á að koma áherslum sínum a framfæri hækkar fylgi þeirra. Samfylking og VG hafa nýlega klárað sína landsfundi og hefðu átt að bæta við sig, en gera það ekki. Ríkisstjórnin er enn með stuðning þriðjungs kjósenda.
Þetta hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir stjórnarflokkana, og fulltrúa þeirra á fjölmiðlunum sem vilja sem minnst ræða um niðurstöður skoðanakannana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 4. nóvember 2011
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10