Græn stóriðja?

Bíldudalur er einn af fallegustu stöðum á landinu. Fólksfækkun þar er sorgleg. Þegar ég spurðist fyrir um þróun var mér vísað á stórskemmtilegt skrímslasafn sem brottfluttir Bílddælingar hafa komið upp í sjáflboðavinnu af miklum myndarskap. Jú, svo er kalkþörungaverksmiðja sem gengur víst ágætlega. Ég fékk hins vegar í magann þegar ég heyrði um fiskeldið. Þarna hefur hins vegar verið unnið á allt annan hátt en ég hef áður heyrt um. Fyrst er rannsakað og kannað í botn, og reynsla Íslendings í Noregi nýtt til hins ítrasta. Markaðsmál, fjármál, gæðamál og umhverfismál.

Ég er sammála Kristjáni Möller að þetta er mjög jákvætt framtak og unnið á þann hátt að maður ber virðingu fyrir. Það stingur örlítið í hjartað að kalla þetta vestfirska stóriðju. Vil frekar kalla þetta stórhuga vestfirska atvinnuuppbyggingu. 

Á von  fólksfjölgun strax á næsta ári og þessi einstaklega fallegi bær muni  dafna vel. 


mbl.is „Sannkölluð vestfirsk stóriðja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband