Græn stóriðja?

Bíldudalur er einn af fallegustu stöðum á landinu. Fólksfækkun þar er sorgleg. Þegar ég spurðist fyrir um þróun var mér vísað á stórskemmtilegt skrímslasafn sem brottfluttir Bílddælingar hafa komið upp í sjáflboðavinnu af miklum myndarskap. Jú, svo er kalkþörungaverksmiðja sem gengur víst ágætlega. Ég fékk hins vegar í magann þegar ég heyrði um fiskeldið. Þarna hefur hins vegar verið unnið á allt annan hátt en ég hef áður heyrt um. Fyrst er rannsakað og kannað í botn, og reynsla Íslendings í Noregi nýtt til hins ítrasta. Markaðsmál, fjármál, gæðamál og umhverfismál.

Ég er sammála Kristjáni Möller að þetta er mjög jákvætt framtak og unnið á þann hátt að maður ber virðingu fyrir. Það stingur örlítið í hjartað að kalla þetta vestfirska stóriðju. Vil frekar kalla þetta stórhuga vestfirska atvinnuuppbyggingu. 

Á von  fólksfjölgun strax á næsta ári og þessi einstaklega fallegi bær muni  dafna vel. 


mbl.is „Sannkölluð vestfirsk stóriðja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þetta orðfæri segir sitt um mosavaxinn hugsunarhátt atvinnupólitíkusa. Að sjálfsögðu má ekki kalla þetta "eitthvað annað". Og svo þarf ekki einu sinni að virkja...!

 Vonandi gengur þetta verkefni sem allra best því ekki veitir af.

Haraldur Rafn Ingvason, 19.12.2011 kl. 13:01

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Þetta eru sannarlega góðar fréttir. Málið ekki alveg í höfn, enn óskandi að þetta gangi vel.

Jón Atli Kristjánsson, 19.12.2011 kl. 16:25

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig var það annars, var sveitarstjórinn ekki búinn að lýsa því yfir fyrir nokkrum árum aðí 99,9% líkur væru á því að rússnesk olíuhreinsistöð risi í Hvestudal? Eru þeir, sem vildu þá"eitthvað annað" ekki sömu "óvinir Vestfjarða" nú og þeir voru sagði vera þá? 

Ómar Ragnarsson, 19.12.2011 kl. 20:13

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar, þegar kemur að  ,,einhverju öðru" þá færð það ótrúlega harðar móttökur. Það hefði orðið skelfileg tilhugsun ef í Arnarfirði hefði risið olíuhreynsunarstöð. 50-60 störf eru miklu meira en nóg til þess að skapa næg viðbótarstörf. Svo bætist við afleidd störf. Eins og Jón Atli bendir réttilega á er málið ekki alveg í höfn. Af fenginni reynslu í gegnum árin, verða þeir sem að þessu fiskeldi standa að undirbúa sig að það verði lagðir einhverjir steinar í götu þeirra ef þeir vilja gera hlutina vel, og hafa örugglega verið lagðir á þeirri vegferð sem farin hefur verið.

Sigurður Þorsteinsson, 20.12.2011 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband