Var einhver ráðamaður okkar, fullur út í Brussel?

Það er hreint með ólíkindum hvernig þingmaður á þingi ESB talar um Ísland og íslenskan ráðherra, bara af því að Jón Bjarnason vill ekki ganga í ESB. Jón er kallaður Stalínisti, sem er í raun og veru miklu verra en að vera kallaður nasisti af því að Stalin er talinn hafa í látið drepa mun fleira fólk en Hitler gerði. Hér á blogginu og víðar hafa öfgafólk innan ESB sinnum ítrakað kallað þá sem ekki skilyrðislaust vilja gang ESB í hönd, öfga þjóðernissinna.

Á þingi ESB eru menn ekki betur upplýstir en það, að þeir halda að 50% þjóðarinnar styðji aðild að ESB. Var einhver ráðamaður að bulla eitthvað þarna úti ekki alls gáður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hvernig er hægt að upplýsa þetta fólk!?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.12.2011 kl. 19:01

2 identicon

Þingmaður breska íhaldsflokksins hafði mörg og stór orð um Jón Bjarnason. Hann væri eins og stalínisti frá 5ta áratugnum.Auk þess lýsti hann á mjög ruglingslegan hátt umræðum um esb-aðild hér á landi. Ummælin lýsa miklum hroka sem lengi hefur einkennt breskt íhald.Um það mætti rekja mörg dæmi en verður ekki gert hér. Annar breskur þingmaður svaraði hrokagikknum mjög vel.Hann benti á gjaldþrota sjávarútvegs stefnu esb. Hann benti á mikilvægi sjávarútvegs fyrir Ísland. Hann fjallaði um kreppuna og að Íslandi væri að vinna sig út úr kreppunni. meir að segja byrjaðir að borga breska innistæðusjóðnum. Hann benti á að rík lönd eins og Sviss og Noregur stæðu utan esb. Fátæk ríki hefðu hins vega áhuga á esb.þessi þingmaður tilheyrði ekki breska íhaldsflokknum. Almennt eru þingmenn á Evrópuþinginu mjög vel upplýstir um gang mála. Ef þú lítur á heimasíðu þingsins getur þú séð margar skýrslur um Ísland sem sanna það.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 20:35

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Pottþétt - aldrei!

Kristinn Pétursson, 22.12.2011 kl. 22:57

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Af hverju þarf að blanda brennivíninu inn í þetta? Verður umræðan við það málefnalegri?. Ef þú hefðir kynnt þér málið og hlustað á umræðurnar þá var greinilegt að íhaldsþingmaðurinn sem er ES-sinni, vitnaði til upplýsinga úr ferð sinni til Íslands. Hvernig hann aflaði þeirra skal ég ekkert segja um.

Sigurbjörn Sveinsson, 22.12.2011 kl. 23:32

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Silla, nú er ég ekki viss, en það veit ég að við eigum að setja farbann á ráðherra Samfylkingarinnar, því þeir senda röng skilaboð.

Hrafn, hárrétt, við sjáum í þessum ræðum annars vegar öfgar og hins vegar gagnrýna hugsun. Sjávarútvegsstefna ESB, er óásættanleg fyrir Evrópu og líka fyrir okkur. Það tekur nokkur ár að ná ásættanlegu ástandi. Þegar við nú skoðum stöðu Evrunnar og skuldastöðu einstaka ríkja, eigum við að gera hlé á umsókninni, og ekki hefja hana að nýju fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar um. Það hefði átt að gera áður en við sóttum um  aðild að ESB, en einhverjir voru hræddir við fólkið í landinu. 

Sigurður Þorsteinsson, 22.12.2011 kl. 23:45

6 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Ég þakka fyrir þessa umræðu frá Evrópuþinginu. Hef ekki sjálfur lagt mig mikið eftir umræðu þar. Einn ræðumanna var hinsvegar alveg klár á því að við ættum enga samleið með ESB í sjávarútvegsmálum og vísaði til reynslu breta. Össur talaði í Kastljósi um vin sinn Jón Bjarnason og mat það mikils að hann andaði ofaní hálsmálið hjá sér í ESB málum.

Jón Atli Kristjánsson, 23.12.2011 kl. 00:10

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurbjörn, ég er einmitt að gagnrýna að menn séu að blanda áfengi í dæmið. Þá verður umræðan ekki málefnaleg. Össur bloggaði undir áhrifum hér um árið, og varð frækt. Þegar við erum í viðræðum við ESB eigum við að koma því vel til skila að rúmlega 60% vill alls ekki í ESB. Ef verið er að halda því fram í Brussel að þetta sé einhver spurning um 50-50 hlutföll eru menn annað hvort að bulla úti drukknir, eða að ljúgja að ESB. Vil frekar fyrirgefa þeim sem ljúga fullir, en ófullir. Þess vegna spyr ég hvort einhverjir ráðamenn hafi verið fullir þarna úti.

Jón þarf að passa sig, ef Össur andar framan í Jón varður hann að passa sig á að keyra ekki á eftir

Sigurður Þorsteinsson, 23.12.2011 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband