29.12.2011 | 17:54
Viljum halda í þingsætið eins lengi og mögulegt er!
Það hefur lengi legið fyrir að Jóhanna hefur verið með spil upp í erminni varðandi Hreyfinguna, sem tryggir stuðning Hreyfingarinnar við ríkisstjórnina ef með þarf að halda. Hreyfingin sýndi af sér afar mikið dómgreindarleysi í svokölluðu ,,hlerunarmáli" sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ásta Ragneiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis tóku inn á sitt borð og héldu því þar. Sú ákvörðun hefði þýtt í öllum siðuðum vestrænum ríkjum að bæði forseti Alþingis og forsætisráðherra hefðu þurft að segja af sér, en af því að við búum á Íslandi og fjölmiðlamenn okkar eru meira og minna á könnu einhverra í stað þess að veita gagnrýnið aðhald, þá sjá menn ekkert, heyra ekkert og skilja ekkert.
Jóhanna vissi að Hreyfingin var í vondum málu, og það ætlaði hún sér að nýta sér til hins ýtrasta, og komst upp með það. Hún veit að fjölmiðlarnir á Íslandi spyrja ekki spurninga. Birgitta er eins og hengd upp á þráð og gerir allt sem beðið er um. Margrét var tekin í bólinu á sínum tíma og hefur ekkert fréttst til hennar síðan. Þór Sari hefur vakið fyrst og fremst athygli fyrir að vera fjörugasti fyrinn á Alþingi og vill eins og stelpurnar tvær vera sem lengst á þingi. Þau gera engar kröfur um ráðherraembætti. Þeim er ljóst að þau fara aldrei aftur á þing. Þau vilja bara drekka síðustu dreggjarnar, áður en partýið er búið.
Þetta er nú hálf ömurlegt hlutskipti fulltrúa þjóðarinnar, sem þau kölluðu sig eftir að þau voru kosin á Alþingi. Þau Jóhanna og Steingrímur hafa áður gert svona samninga. Það var t.d. við Framsóknarflokkinn, Samningurinn stóð þann tíma tók að undirrita hann, síðan ekki söuna meir. Ekki frekar en aðrir samningar sem ríkisstjórnin gerir t.d. við ASÍ og Samtök atvinnulífsins. Mottóið er samningar eru ekki til þess að standa við þá, heldur gera þá.
![]() |
Eiga samleið með stjórninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2011 | 13:09
Össur vill jafnaðarmannaflokk!
Össur Skarphéðinsson er án efa einn öflugasti ráðherrann í ríkisstjórninni. Hann varð undir í slagnum um formannssætið við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Síðar sagði hann í viðtali að hann væri að öllum líkindum ekki týpan í formanninn og sætti sig við það. Á góðum degi er klassi yfir Össuri.
Nú gerir Össur sér grein fyrir að með áframhaldandi stefnu og forystu Samfylkingarinnar mun flokkurinn minnka eða hverfa. Últra vinstralið er ekki líklegt til árangurs. Þó Guðbjartur Hannesson hafi almenna virðingu, sé vel meinandi og góður í samskiptum, er það líklega rétt metið hjá Össuri að hann mun ekki draga miðjufylgi að flokknum. Ungt fólk hefur orðið illa fyrir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og til þess að ná til þess, þarf yngra fólk. Þau sem koma helst til greina eru Katrín Júlíusdóttir og Magnús Orri Schram. Þar er Katrín vissulega í yfirburðarstöðu komin með mikla reynslu og myndi án efa ná til jafnaðarmanna. Katrín hefur líka sýnt frumkvæði til þess að stuðla að eflingu atvinnulífsins
Nú eru jafnaðarmenn landlausir. Þeir geta farið yfir í Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðislfokkinn en að fara yfir í VG er bara eins og að fara úr öskunni í eldinn.
Össur á sér ennþá draum um sterkan jafnaðarmannaflokk sem gæti orðið leiðandi í íslneskum stjórnmálum, rétt eins og jafnaðarmannaflokkarnir á hinum Norðurlöndunum. Samfylkingin var að braggast undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar, en núverandi þáttaka í ríkisstjórn tætir fylgið af flokknum.
Hörðustu andstæðingar Samfylkingarinnar vilja að ríkisstjórnin haldi velli út tímabilið og þá endi flokkurinn í undir 10% fylgi. Það gæti teki áratugi að vinna slíkt afhroð upp.
![]() |
Össur: Endurnýja þarf forystuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 29. desember 2011
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10