Undrið Facebook

Það var á fimmtudaginn að ég gerði mér grein fyrir áhrifum á Facebook. Aðgangur að Facebook hafði verið lokaður í tölvum einnar stofnunar, vegna misnotkunar. Sama dag heyrði ég af tveimur öðrum fyrirtækjum sem hafði tekið sömu ákvörðun. Um kvöldið kom dóttir okkar í mat, en hún er orðin einskonar sérfræðingur í netnotkun ungs fólks. Hún sagði okkur að fyrir suma væri Facebooknotkun orðið að fíkn. Fólk stundar ekki skóla eða vinnu. Lífið er orðið að Facebook.

Auðvitað hefði ég átt að kveikja fyrr. Ljóskan  okkar í Kópavogi kom askvaðandi inn í umræðu hjá okkur fyrir löngu og  sagði okkur að nú þyrfti hún ekki að fara neitt í nám meira. Hún væri komin á Facebook og þá kæmi þekkingin bara til hennar. Einn í umræðuhópnum varð grænn í framan. Annar fór að hlæja, en hætti því fljótt því hinir vissu að þetta átti ekki að vera brandari. Sá þriðji, sagði, ,,já, já hvað eigum við að gera við þetta Icesave".  ,,Þetta er svo auðvelt", sagði ljóskan, ,,maður skráir sig bara inn". 

,,Í Icesave" spurði einn

,,Nei, Facebook" sagði ljóskan.

Á síðasta fundi sagði ljóskan okkur svo að hún kynni ,,öll trikkin" á Facebook.

Ég velti fyrir mér, ef maður vildi kynna sér öll trikkin á Facebook hvort maður ætti að kaupa Facebook for dummies, eða 100 stellingar á Facebook.  


Bloggfærslur 3. apríl 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband