Verður Þorgerður Katrín næsti formaður Samfylkingarinnar?

Flokkstjórnarfundinum hjá Samfylkingunni er lokið. Það eina sem eftir situr er að núverandi formaður sagði að flokkurinn væri tilbúinn að skipta um nafn, heimili, kennitlölu, forystu og málefni, bara ef einhver vildi koma til þeirra og leiða flokkinn. Hver einstaklingur sem gengur til lags við Samfylkingarinnar vegur mikið, þar sem fylgið er nánast að hverfa. Jóhanna er orðin mjög gömul og bogin og þrátt fyrir að Hrannar skrifi ræðurnar sem eiga að blása lífi í glæðurnar, verða uppákomurnar æ aumkunarverðari. Jóhanna má ekki lengur nefna skjaldborgina, ekki hag heimila og fyrirtækja. Ekki framtíðarsýn. Það trúir hanni engir lengur. Fylgið er endanlega farið.

Nýr formaður verður að koma í brúnna ef flokkurinn á ekki að þurrkast út í næstu kosningum. Hann verður að koma að utan.  Ekki Dagur, ekki Björgvin, ekki Steinunn Valdís, ekki Árni Páll, ekki Helgi Hjörvar, ekki Egill Helgason og ekki Guðbjartur Hannesson. Jóhanna veit að hún verður að hætta.  Þegar litið er utan Samfylkingar þá er staðnemst við Þorgerði Gunnarsdóttur. Þorgerður er skörugleg og hún styður inngöngu í ESB. Auðvitað væri það mikill fengur fyrir Samfylkinguna ef Þorgerður slægi til. Hins vegar er líklegra að þetta sé aðeins dauðakippir flokksins. Aðildinni að ESB verður hafnað með yfirgnæfandi atkvæðum. Þorgerði myndi leiðast félagskapurinn. Þá verður Samfylkingin lögð niður, rétt eins og kommúnistaflokkur Austur Þýskalands eftir fall múrsins.   


mbl.is „Lyktar af örvætningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástands Steingrímur!

Þistilfjörðurinn varð útundan á stríðsárunum. Þangað komu  engir Bretar eða Bandaríkjamenn. Íbúarnir  fóru því ekki í ástandið. Einn af þeim gerðist meira að segja hernámsandstæðingur, gekk í Alþýðubandalagið og þegar jafnaðarmenn sameinuðust stofnaði sonur Þistilfjarðar, Steingrímur sinn eigin kommúnistaflokk VG. En um leið og drengurinn kynnist fólki sem talar útlensku þá liggur hann kylliflatur. Það versta við þessa framgöngu er að hann tekur fjármuni sem ætlaðir eru þjóðinni og gefur þá erlendum útrásarvíkingum. Fyrir ástandshegðun sína, sem snýr að honum persónulega, missir Steingrímur fyrst og fremst vorkunn. Fyrir framgöngu gegn þjóðinni fær hann stöðu fyrir Landsdómi, og verður e.t.v. sá fyrsti sem hlýtur þar dóm. Þjóðin verður að sýna afstöðu sína með því að mæta á Austurvöll þegar sviksemi Steingríms verður rædd á Alþingi í næstu viku. 

Bloggfærslur 29. maí 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband