Munur milli deilda

Í bikarkeppninni geta óvæntir hlutir gerst. Þá taka þátt lið úr öllum deildum þó liðin komi inn í keppnina á misjöfnum tíma eftir í hvaða deild liðin spila. Lið sem er í efri hluta 2. deildar ætti að eiga möguleika á móti liði í neðri hluta 1. deildar og lið í efri hluta 1. deildar ætti að eiga góða möguleika í neðri lið úrvalsdeildar.

Skoðum aðeins úrslitin í bikarkeppninni. Fjölnir vinnur Hamar frá Hveragerði sem er í efsta hluta 2. deildar naumt. Það ætti að gefa Hamri byr undir vængi, því Fjölnisliðið gæti orðið í baráttunni um úrvalsdeildarsæti í ár. 

Grindavík sem er í neðri hluta úrvalsdeildar vinnur HK naumt 2-1, en HK er í neðsta sæti 1. deildar. HK skipti um þjálfara í vikunni og þessi úrslit ættu að gefa liðinu sjálfstraust. 

Loks vinnur Þróttur sem er um miðja 1. deild, neðsta deild úrvalsdeildarinnar nokkuð örugglega 3-1. Það er gleðilegt fyrir Þrótt, en ætti að valda forráðamönnum Framara áhyggjum. Það bendir til þess að slæm staða Frammara í úrvalsdeildinni sé ekki nein tilviljun. Það verður áhugavert að fylgjast með  hvernig Frammarar bregðast við. 


mbl.is Þrenna Sveinbjarnar og Fram úr bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband