Stórfurðulegar áherslur

Það er full ástæða til þess að rannsaka hvort fylgst hafi verið með Sif Friðleifsdóttur, það er vissulega fréttaefni þó um sé að ræða fyrrum sambýlismann Sifjar sem nú hefur verið kærður. Fram kemur í fréttinni að fjöldi lögreglumanna hafi sótt þann ákærða heim. Þetta kallar á að rifja upp að tölva var sett upp á  Alþingi til njósna. Ekkert hefur frétst   af því máli. Það er þó un alvarlegra mál. Tengjast fjölmiðlar þvi máli eða erlend samtök eða hluti þingheims. Hvergi í hinum vestræna heimi fengi þetta mál síka meðferð. Er verið að þagga málið niður og hverjir standa á bak við þá aðgerð?
mbl.is Fylgdist með ferðum þingkonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölþjóðamenning á Íslandi.

Það er full ástæða að við Íslendingar hugleiðum hvernig við viljum að Ísland sé nú og í náinni framtíð. Nú eru takmarkanir á hverjir geta sest hér að en samt búa hér fjöldi útlendinga og eru flestir sáttir við það ástand. Víða í Evrópu hafa komið vandamál í fjölþjóðamenningunni, þegar einstaklingar aðlagast ekki samfélögunum. Fyrir nokkrum mánuðum tók Angela Merkel kanslari Þýskalands þetta upp í ræðu og vakti mikla athugli.

Við erum að leita eftir erlendum fjárfestum til þess að styrkja íslenskt atvinnulíf og nú kemur fjárfestir og þá vekur það sérstaklega umtal að viðkomandi sé kínverji. Það hefur kallað á viðbrögð sem varla samræmast séstakri ást á fjölþjóðamenningu. 

Ef við breytum aðeins fréttinni og segjum svertingi kaupir Grímstaði á Fjöllum og hyggst byggja hótel í Reykjavík. Væri það slæmt eða gott? Ég er viss um að slík umfjöllun þætti ekki viðeigandi. 


mbl.is Byggir einnig upp í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekur FH þetta ekki?

Fjölmiðlamaður Mbl. dettur það í hug að spyrja Tryggva Guðmundsson hvort FH taki ekki titilinn, þegar IBV nær jafntefli á móti KR. Auðvitað tekur Tryggvi undir, á sama tíma og honum er fyllilega ljóst að KR er nánast búið að tryggja sér titilinn. KR er afgerandi besta lið deildarinnar í ár og verðskuldar titilinn eitt liða.
mbl.is Tryggvi: Á ekki FH bara eftir að taka þetta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband