Samfylkingin í sett í útrýmingarbúðir!

Það er ekki gott fyrir stjórnmálaflokk að vera í gíslingu, sérstakleg ef flokkurinn ætlar í landvinninga. Samfylkingin fór í hendur gamalmennis fyrir síðustu kosningar, sem hér á árum áður hafði gert marga athyglisverða hluti. Formaðurinn hafði að vísu ávallt átt afar erfitt með að vinna með öðrum og taka tillit  til annarra, sem verður að teljast mikil fötlun í ljósi þess að Samfylkingin kenndi sig við samræðustjornmál. Samræðurnar í hendi Jóönnu, eru í formi tilkynninga. Þeim skyldi síðan hlýða skilyrðislaust.

Þeim mun lengra sem á kjörtímabilið hefur öllum verið ljóst að tími Jóhönnu kom ekki hér í den, vegna þess að hún hafði enga hæfileika til þess að leiða einn né neinn. Hún gat ekki einu sinni haft stjórn á sjálfri sér. Fyrir nokkrum mánuðum hrukku einhverjir Samfylkingarmenn sem vildu láta flokkinn lifa, og áttuðu sig á því að nýr formaður yrði að taka við í síðsta lagi um mitt ár 2012. Jóhann stappaði niður fætinum og flokkstjórnin hlýddi. Samfylkingin fer því í næstu kosningar án forystu. Með Jóhönnu eða ekki við stjórnvöldin. 

Andstæðingar Samfylkingarinnar gleðgjast ógurlega. Líklegt er að Samfylkingin sé að nálgast 10% fylgið. Jóhanna hefur sett  Samfylkinguna í útrýmingarbúðir. Gasið er byrjað að streyma. 


mbl.is Segja forsætisráðherra fara rangt með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

300 dagar eftir

Nú eru aðeins 300 dagar eftir af valdatíma Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún mældist með 65,4% fylgi þegar hún byrjaði sem forsætisráðherra, og er nú komin með 18,4%. Aldrei í sögu íslensku þjóðarinnar hefur komið upp jafn óvinsæll forsætisráðherra. Jóhanna bregst við hverri mælingu með meiri hroka. Í stað þess að segja af sér verður hún bara fýlugjarnari og hortugri. Það getur ekki liðið á löngu að menn eins og Hallgrímur Helgason fari niður á Þing og lemji bíl Jóhönnu. Vinstra liðið mun þá segja að það sé bara eðlilegt því fólkið sé orðið svo reitt.

Það eru 300 dagar þangað til tímar þessarar stjórnar er liðinn. Þar sem kosningar eru í apríl 2013, verður þingi slitið í síðasta lagi í janúar 2013. Vaxandi ólga er komin í Samfylkinguna vegna þess að Jóhanna ætlar nýjum kandi­dat í formennskuna engan tíma. Jóhanna hefur sagt það alveg óþarfi því að hún ætli sér að sitja áfram. Auðvitað fagna andstæðingar Samfylkingarinnar, og benda fólki á að njóta þessara 300 daga. Vegna brotthvarfsins eru margir byrjaðir að undirbúa komandi uppbyggingu. 300 dagar eru ekki lengi að líða. Um 2100 manns mun á þessum tíma flytja erlendis. Fylgi Jóhönnu og Samfylkingarinnar verður þá komið langt undir 10%. Tími hennar er löngu liðinn. Hún verður sú síðasta sem gerir sér grein fyrir því. 


Bloggfærslur 27. mars 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband