300 dagar eftir

Nú eru aðeins 300 dagar eftir af valdatíma Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún mældist með 65,4% fylgi þegar hún byrjaði sem forsætisráðherra, og er nú komin með 18,4%. Aldrei í sögu íslensku þjóðarinnar hefur komið upp jafn óvinsæll forsætisráðherra. Jóhanna bregst við hverri mælingu með meiri hroka. Í stað þess að segja af sér verður hún bara fýlugjarnari og hortugri. Það getur ekki liðið á löngu að menn eins og Hallgrímur Helgason fari niður á Þing og lemji bíl Jóhönnu. Vinstra liðið mun þá segja að það sé bara eðlilegt því fólkið sé orðið svo reitt.

Það eru 300 dagar þangað til tímar þessarar stjórnar er liðinn. Þar sem kosningar eru í apríl 2013, verður þingi slitið í síðasta lagi í janúar 2013. Vaxandi ólga er komin í Samfylkinguna vegna þess að Jóhanna ætlar nýjum kandi­dat í formennskuna engan tíma. Jóhanna hefur sagt það alveg óþarfi því að hún ætli sér að sitja áfram. Auðvitað fagna andstæðingar Samfylkingarinnar, og benda fólki á að njóta þessara 300 daga. Vegna brotthvarfsins eru margir byrjaðir að undirbúa komandi uppbyggingu. 300 dagar eru ekki lengi að líða. Um 2100 manns mun á þessum tíma flytja erlendis. Fylgi Jóhönnu og Samfylkingarinnar verður þá komið langt undir 10%. Tími hennar er löngu liðinn. Hún verður sú síðasta sem gerir sér grein fyrir því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband