Er íslenskur fótbolti á villigötum?

Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil áhersla á barna og unglingastarf í knattspyrnuhreyfingunni. Viðast hefur mjög vel verið staðið að þjálfun og umgjörðin hefur styrkst. Þetta hefur m.a. skilað sér í yngri landsliðin okkar og nú er þessi uppbygging að skila sér upp í eldri landsliðin. Við sjáum leikmenn sem hafa sambærilega tækni og mótherjar í nágranalöndum okkar hafa. 

Á sama tíma og uppbyggingin virðist vera að skila sér, streyma inn í fótboltann  erlendir leikmenn. Flestir þeirra slakir miðlungsspilarar. Á sama tíma berjast félögin í bökkum fjárhagslega. Hvernig má þetta vera?

Skýringarnar eru eflaust margar.

Ein þeirra getur verið að ekki sé nóg lagt í að rækta leikmenn frá unglingastiginu yfir á fullorðinsstigið. Þetta þýðir að yngri leikmenn skila sér ekki nægjanlega upp í meistaraflokkana.

Önnur getur verið að verkefni fyrir þá leikmenn sem ekki komast í meistaraflokka félaganna sé ekki næg. Úr þessu hefur þó verið bætt að hluta, því mörg af stærri félögunum hafa ,,aukalið" þar sem yngri leikmenn fá að spila.

Þriðja er að stjórnir félaganna eru of undanlátsamar við þá þjálfara, sem leggja ekki í uppbyggingarstarfið og kaupa erlenda leikmenn vinstri hægri. Þjálfararnir eru metnir af stigaskorinu og það getur sannarlega verið styrkur tímabundð að fá fullmótaða leikmenn að, og auðveldara en að leggja vinnu í  ræktunina sem kostar vinnu og þekkingu. 

Fjórða er það sem ég kalla fótboltastjóranna. Menn sem koma tímabundið inn í starf félaganna og spila djarft, rétt eins og þeir séu að spila tölvuleik. Fyrir þá skiptir heildarmyndin engu máli. Þegar þessir aðilar fá að ,,kaupa inn" þá eru félögin komin á hættusævði. 

Það er ekkert að því að einhverjir erlendir leikmenn spili með íslenskum liðum, en þegar þeir eru orðnir uppistaðan þá er blasir við hætta. Yngri leikmenn gefast upp.  Þá hættu þekkjum við vel úr íslenskum liðum. Skuldir safnast upp þangað til blaðran springur. Þá hlaupa stjórnirnar á brott og félögin eru rúkandi rúst, fjárhagslega, félaglega og knattspyrnulega. 

Það þarf kjark til þess að snúa þessari þróun við. 


Bloggfærslur 26. júní 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband