Er íslenskur fótbolti á villigötum?

Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil áhersla á barna og unglingastarf í knattspyrnuhreyfingunni. Viðast hefur mjög vel verið staðið að þjálfun og umgjörðin hefur styrkst. Þetta hefur m.a. skilað sér í yngri landsliðin okkar og nú er þessi uppbygging að skila sér upp í eldri landsliðin. Við sjáum leikmenn sem hafa sambærilega tækni og mótherjar í nágranalöndum okkar hafa. 

Á sama tíma og uppbyggingin virðist vera að skila sér, streyma inn í fótboltann  erlendir leikmenn. Flestir þeirra slakir miðlungsspilarar. Á sama tíma berjast félögin í bökkum fjárhagslega. Hvernig má þetta vera?

Skýringarnar eru eflaust margar.

Ein þeirra getur verið að ekki sé nóg lagt í að rækta leikmenn frá unglingastiginu yfir á fullorðinsstigið. Þetta þýðir að yngri leikmenn skila sér ekki nægjanlega upp í meistaraflokkana.

Önnur getur verið að verkefni fyrir þá leikmenn sem ekki komast í meistaraflokka félaganna sé ekki næg. Úr þessu hefur þó verið bætt að hluta, því mörg af stærri félögunum hafa ,,aukalið" þar sem yngri leikmenn fá að spila.

Þriðja er að stjórnir félaganna eru of undanlátsamar við þá þjálfara, sem leggja ekki í uppbyggingarstarfið og kaupa erlenda leikmenn vinstri hægri. Þjálfararnir eru metnir af stigaskorinu og það getur sannarlega verið styrkur tímabundð að fá fullmótaða leikmenn að, og auðveldara en að leggja vinnu í  ræktunina sem kostar vinnu og þekkingu. 

Fjórða er það sem ég kalla fótboltastjóranna. Menn sem koma tímabundið inn í starf félaganna og spila djarft, rétt eins og þeir séu að spila tölvuleik. Fyrir þá skiptir heildarmyndin engu máli. Þegar þessir aðilar fá að ,,kaupa inn" þá eru félögin komin á hættusævði. 

Það er ekkert að því að einhverjir erlendir leikmenn spili með íslenskum liðum, en þegar þeir eru orðnir uppistaðan þá er blasir við hætta. Yngri leikmenn gefast upp.  Þá hættu þekkjum við vel úr íslenskum liðum. Skuldir safnast upp þangað til blaðran springur. Þá hlaupa stjórnirnar á brott og félögin eru rúkandi rúst, fjárhagslega, félaglega og knattspyrnulega. 

Það þarf kjark til þess að snúa þessari þróun við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú eru reynar 30 og eitthvað ár síðan að ég var í fótboltanum með ÍK. En ég er að velta fyrir mér hvort að þetta sé ekki líka spurningin um að þau félög sem halda sér í deildinni, og sérstaklega þau sem eru í efri hlutanum fá meiri tekjur af miðasölu á leikina og eiga meiri möguleika á að komast í Evrópukeppnir og þvílíkt sem færa þeim peninga. Sýnist að þeir selji nær alla bestu leikmenn sína eftir tímabilið ef það gengur vel til útlanda. Og fá þar með meiri pening inn en eyða honum svo einmitt í svona miðlungs leikmenn frá útlöndum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.6.2012 kl. 11:48

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Magnús það eru örugglega margir fletir á þessu. ÍK/HK hafa verið með mjög góða yngri flokka í gegnum tíðina, en eru nú með lið í annari deild sem er algjörlega óásættanlegt fyrir okkur Kópavogsbúa. Held að þar hafi vandamálið verið stjórnunarlegs eðlis.

Eitt árið í Breiðablik, setti stjórn þá stefnu að byggt yrði á yngri leikmönnum félagsins. Þjálfarinn átti enga valkosti, vinna innan þessa ramma eða fara  ella. 1 deildin vannst með fullu húsi, ef ég man rétt og var grunnurinn af liðin sem vann úrvalsdeilina og bikarinn. 

Upp úr hverjum góðum öðrum flokki ætti að koma 2-3 frambærilegir leikmenn. Ef endalaust er verið að kaupa erlenda miðlungsleikmenn fá þessir ungu leikmenn ekki tækifæri og leikreinslu. 

Þá er þetta spurning um virðingu fyrir ástandinu í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Finnst það galið í núverandi ástandi að 6-10 erlendir leikmenn séu hjá liðum í efstu deildunum. 

Sigurður Þorsteinsson, 26.6.2012 kl. 12:37

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Siggi, erfiðleikar íslensks fótbolta hefur alltaf verið til staðar,ef ekki þetta vandamál þá eitthvað annað. Ég er að tala um uppbyggingu yngri flokka sem á að skila x,mörgum frambærilegum í mr.flokk. Það vantar ekki iðkenndur,miklu fremur peninga til að afla þeim verkefna erlendis,þar sem aðstaða er oftast miku betri,osgleikið er í ehv. Siggi/Helga cup!!!!! Ég kaupi enn klósettpappír ofl. af barnabörnum( í Rvk. og út um land), svo að því leiti fylgist ég með.

Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2012 kl. 12:56

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það var gaman að tala við þig um fótbolta í gamla daga hjá Gumma Helga,miklu betra að tala en skrifa,hér eru komnir gestir,svo ég sendi þá fyrri hálfhráa, kveð þig með virktum.

Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2012 kl. 13:35

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Helga, sem betur fer er aðstaðan orðin svo miklu betri og þess vegna koma fleiri flinkir leikmenn upp. Það þarf hins vegar að taka á fleiri þáttum. Það verða alltaf afföll úr leikmannahópum. Sumir leikmenn fara í erfitt nám, einhverjir meiðast, fá önnur áhugamál ofl. Þessu starfi má fylgja betur eftir. Áhugasamir foreldrar og þeir sem starfa í félögunum eru svo mikilvægir.

Já, það var gaman að spjalla um fótbolta hjá Gumma Helga. Sakna hans. 

Sigurður Þorsteinsson, 26.6.2012 kl. 16:45

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þetta eru skynsamlegar athugasemdir Sigurður. Þú hefur hér áreiðanlega rétt fyrir þér í mörgu. En fyrst og síðast á þetta að vera leikur fyrir börn og fullorðna - og ekkert annað.

Það gleymist of oft.

Sigurbjörn Sveinsson, 26.6.2012 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband