Niðurlæging fjölmiðaelítunnar.

Sigri Ólafur Ragnar í kosningunum á laugardaginn er það auðvitað sigur fyrir hann, en á sama tíma er það tap fyrir fjölmiðlaelítuna. Sjónvarpstöðvarnar RÚV og Stöð 2 hafa brugðist þjóðinni með því að hafa ekki haft getu til þess að sýna hlutleysi. Starfsfólk stöðvanna eða hluti þeirra ætlaði að ákveða fyrir íslensku þjóðana hvaða forseta hún ætti að hafa. Jón Ásgeir getur að sjálfsögðu tekið ákvörðun um það hvernig hann beitir sínum fjölmiðlum og gerir það. Öðru gildir um RÚV og meðhöndlun stofnunarinnar á tilmælum Herdísar Þorgeirsdóttur var aumkunarverð, ekki síst hvernig RÚV síðan stóð sig í framhaldinu. Þjóðin vill ekki að fjölmiðlar velji fyrir sig forseta og fólk vill ekki að ráðamenn þjóðarinnar geri það heldur.

Útspil Þóru í byrjun kosningabaráttunniar var afgerandi , með stuðningi fjölmiðlanna. Svar Ólafs sló vopnin úr höndum Þóru, og hún hefur verið hálf vægbrotinn síðan. Hún hefur ekki verið sannfærandi í sjónvarpsþáttunum, tafsað og virtist eiga í erfiðleikum með að koma með skýra stefnu. Í samanburði við Ólaf hefur Þóra virst skorta þroska. 

Ég hef heyrt tvo aðila segja að þeir hafi kosið Ólaf áður, en ætli ekki að gera það nú. Við nánari hlustun voru það vinstri menn. Ég hef heyrt konur segja að þær ætli að kjósa Þóru af því að hún sé kona. Hvað myndu konur segja ef við karlar ætluðum að kjósa karl, af því að hann væri karl.  Er það þá orðið jafnréttisbarátta. 

Aðrir frambjóðendur gjalda þess að fjölmiðlarnir ákváðu að þessi kosningabarátta snérist  ekki um lýðræði, málefni og hæfni frambjóðenda, það er miður. Fjölmðlarnir hafa ekki tekið út sinn þátt í huninu, ekki einu sinni beðið þjóðina afsökunar. Nú valda fjölmiðlarnir ekki hlutverki sínu í forsetakosningum. Það kallar á endurskoðun á fjölmiðlalögum. Fjórða valdið þarf nýja umgjörð. 


mbl.is Afgerandi forysta Ólafs Ragnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júní 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband