Er ríkisstjórnin að falla?

Það hefur legið fyrir í allnokkurn tíma að það eru litlir kærleikar á stjórnarheimilinu. Á sama tíma og VG finnst að þau séu notuð sem hækja í ESB málinu og nú Nupomálinu, finnst Samfylkingunni óþolandi að VG haldi öllum virkjunum í gíslingu. Mjög deildar meiningar eru innan flokkana hvort kjósa eigi nú í haust, eða í vor.

Þeir sem eru óánægðastir vilja sprengja ríkisstjórnina. Þar fer fremstur Guðbjartur Hannesson, sem taldi sig eiga stuðning Jóhönnu vísan í formannsembættið, en hann er að átta sig á að Jóhanna er bara hrifin af konum. Þegar Jóhanna setti Katrínu Júlíusdóttur í embætti fjármálaráðherra fékk Guðbjartur nóg og hækkaði laun forstjóra Landspítalans að sögn með samþykki Jóhönnu. 

Óánægjuna innan Landspítalans verður ekki þaggað niður. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar láta ekki bjóða sér þessa framkomu. Nú bætast læknar við. Það hefur orðið trúnaðarbrestur og það dugar hvorki að Björn Zoëga og Guðbjartur Hannesson segi af sér. Krafan er að Jóhanna taki pokan sinn. Þá er ríkisstjórnin fallin. 

Þá hefur Katrín ekki unnið sig inn í fjármálaráðherrann og Guðbjartur hefur tækifæri. Guðbjartur var í Kastljósinu í hjá Helga Seljan, sem fór Guðbjart  ,,mjúkum höndum". Ekki endilega vegna þess að hann væri karlmaður heldur fyrst og fremst því Guðbjartur er Samfylkingarmaður. Hugsanlega vill Helgi líka frekar að Guðrbjartur verði formaður í flokknum hans, heldur en t.d. Katrín. 


mbl.is Læknar hafna fullyrðingu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband