Stórtíðindi úr höfuðstöðvum ASÍ!

 

Í dag bárust stórtíðindi fá höfuðstöðvum ASÍ. Nú skal leyfa frjálsan innflutning atvinnuafls!. Þetta mun jú þýða að allar takmarkanir ASÍ varðandi atvinnuleyfi verða aflagðar. Þetta er ekki spurning um afdráttarlausa afstöðu stjórnar ASÍ, heldur er að myndast breiðfylking þar sem frá Samfylkingu stígur fram Kristrún Frostadóttir, Suðurnesjapólitíkusarnir Oddný Harðardóttir úr Suðurnesjabæ og Páll Valur Björnsson úr Grindavík, auðvitað eru þau með Þórhildur Sunna og fylgifiskurinn Björn Levi Gunnarsson úr Pirötum, Viðreisn hver og hvar sem hún er og sósíalistafrömuðurinn Gunnar Smári Egilsson. Þá fylgir hið ,,hlutlausa" RÚV liðið auðvitað með. Þetta eru að sjálfsögðu ekki nýjar hugmyndir því Þórólfur Geir Matthíasson prófessor í Viðskiptadeild HÍ, sem spáði að við yrðum Kúpa Norðursins ef við samþykktum ekki fyrsta Icesavesamninginn, hefur líka haldið því fram að auðvelt sé að fá ódýrari starfskrafta til að framleiða landbúnaðarafurðir en íslenska bændur. Er virkilega samstaða um þetta á Íslandi? Þetta þýðir vissulega lækkun verðbólgunnar, því þetta mun leiða til stórlækkunar launa. 

 


Bloggfærslur 16. ágúst 2023

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband