Vorboðinn ljúfi!

Minnist þess þegar hér fyrir rúmum 50 árum var að fara í fótboltaleik til Vestmannaeyja. Það þurfti að bæta við í sjúkratöskuna og og sem þjálfara vantaði okkur örfáa þætti. Með mér fór Magnús Teitsson sem þá var 17 ára, afar feiminn, en síðar varð einn af bestu handbolta og knattspyrnumönnum landsins. Atli Eðvaldsson sagði Magnús besta leikmann sem hann hafði spilað með ef ég man rétt. Þurfti að kaupa pakka af plástri og byrjað. Einn pakka af ......þá tók athyglisbresturinn við, svo ég byrjaði aftur Fá einn pakka af ....., eftir fjórðu tilraun var mér litið á Magnús hann var afar rauður í andliti, og aðrir í Apótekinu voru með afar spaugilegan svip. Þóttust allir vita hvað ég ætlaði að kaupa. Svo fór ég í Apótek í gær, og á undan mér var ungt par afar ástfangið að sjá. Strákurinn segir ákveðinn. Fá einn pakka af vorboðanum. Afgreiðslukonan virtist ekkert skilja hvað ungi maðurinn var að biðja um. Þá byrjaði hann að raula Þúsund hjörtu, eftir McGauta. Ég er með vorboða í vasanum. Já sagði afgreiðslukonan, einn pakka af smokkum. Þú getur kallað þá það en er fyrir mér eru þetta  vorboðar. 


Bloggfærslur 29. ágúst 2023

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband